thoragella

work it baby , work it, own it....

föstudagur, maí 23, 2003

Rakst á þetta á barnalandi.....

-Einhver sagði að það tæki um 6 vikur að komast aftur í eðlilegt ástand eftir fæðingu barns......Einhver veit ekki að um leið og þú verður móðir heyrir "eðlilegt ástand" sögunni til.

-Einhver sagði að mæður þekki móðurhlutverkið af eðlishvöt......Einhver hefur aldrei þurft að versla í fylgd þriggja ára barns.

-Einhver sagði að móðurhlutverkið væri leiðitamt......Einhver hefur aldrei ferðast í bíl eknum af unglingi með ökuleyfi.

-Einhver sagði að ef þú ert "góð" móðir muni barnið líka "verða gott"......Einhver heldur að barni fylgi leiðbeiningar og ábyrgðarskírteini.

-Einhver sagði að "góðar" mæður hækkuðu aldrei róminn við börnin sín......Einhver hefur aldrei farið út í garð rétt í tæka tíð til að sjá barnið sitt sparka fótbolta í gegnum eldhúsglugga nágrannans.

-Einhver sagði að menntun væri óþörf í móðurhlutverkinu......Einhver hefur aldrei þurft að hjálpa 10 ára barni við að leysa stærðfræðiverkefni.

-Einhver sagði að það væri ómögulegt að elska fimmta barn eins mikið og fyrsta barn......Einhver á ekki fimm börn.

-Einhver sagði að öll svör við vandamálum tengdum börnum sé hægt að finna í bókum......Einhver hefur aldrei séð barn troða baun í nef sitt eða eyra.

-Einhver sagði að erfiðasta kafla móðurhlutverksins væri lokið við barnsburð og fæðingu......Einhver hefur aldrei horft á eftir krílinu sínu fara eitt inn í stóra byggingu á fyrsta skóladegi, eða stíga upp í flugvél á leið í fyrsta íþróttakeppnisferðalagið sitt.

-Einhver sagði að mæður geti unnið verk sitt með augun lokuð og aðra hönd fyrir aftan bak......Einhver hefur aldrei þurft að halda tuttugu 5 ára gríslingum ánægðum í barnaafmæli.

-Einhver sagði að mæður geti sleppt hendinni þegar börn þeirra giftast......Einhver veit ekki að hjónaband felur í sér nýjan son eða dóttur til að elska.

-Einhver sagði að starfi mæðra sé lokið þegar yngsta barnið fer að heiman......Einhver á engin barnabörn.

-Einhver sagði að móðir þín viti vel að þú elskir hana svo það sé óþarfi að tyggja á því......Einhver er ekki móðir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home