thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, júní 16, 2003

Jæja kannski að maður taki á sig rögg og fari að blogga e-ð. Allt gott að frétta svosem. Ég er að útskrifast næstu helgi og svo förum við litla fjölskyldan til Svíþjóðar. Hlakka mikið til að komast í frí. Verður gaman að geta bara slappað af og leikið við Unu, Tjörva og Óðinn.

Náði miklum áfanga í gær þegar ég passaði í gallabuxurnar hans Tjörva!! Ég fagnaði mikið enda búið að vera markmið lengi! Reyndar ætla ég að leyfa mér að fá mér í glas næstu helgi, skála fyrir útskriftinni og svona. Svo ætlar Tjörvi líka að bjóða mér upp á pizzu og ís. En svo verð ég í aðhaldi áfram. Gaman að því.

Una er áfram jafn æðisleg og áður, vill núna bara vera að leika úti og er óð í heita pottinn. Við getum í raun ekki verið með hana úti í garði að leika því hún heimtar alltaf að fara í pottinn. En það er mjög gaman að leika með hana í vatninu. Buslugangurinn mikill en það er bara skemmtilegra.

Horfði á the practice í gær. Hvað er eiginlega málið með efri vörin á Helen Gamble/Lara Flynn-Boyle? Hrikalegt, fyrir utan það hvað þættirnir eru orðnir súrir e-ð. Leiðinlegt þegar góðir þættir fara í súginn.

Tjörvi er búinn að skrá sig í sálfræði, líst vel á það. Nema svo kom auglýsing frá Sérsveitinni um inntökupróf og það kítlar hann alveg líka hehee. Hugsa samt að hann geymi það aðeins. Veit nú samt ekki með hann, litla G.I. Joe.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home