thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, desember 23, 2002

Er þetta ekki djók
Ég er búin að sitja hér í vinnunni að lesa hvað er að gerast í Bold and the beautiful. Fór inn á CBS.com því mig langaði svo til að sjá hver vann Survivior, ekki það að ég sé einu sinni að fylgjast með þáttunum, bara forvitin. Fór svo í framhaldi að kíkja á Bold, er ekki að fylgjast með því heldur. Er ekki með stöð 2 fyrir það fyrsta. En ruglið í þessum þáttum. Mér finnst afskaplega merkilegt að geta samið þessið þætti. Líka hvað maður er fljótur að detta inn í þá. Hef alltaf lúmskt gaman að drama dóti.

Jólin eru að koma. Keyptum jólatré í gær á spottprís vegna offramboðs. Nema hvað með því fylgdi maríuhæna. Hún er rauð og jólaleg allavegana. Vona að það sé ekki mikið meira af pöddum á trénu mínu. Una er alveg dolfallinn yfir því, býð ekki í það þegar skrautið er komið á. Hvað ætli það eigi eftir að detta oft niður þessi jólin?

Una meiddi sig í gær þegar hún missti dótið sitt framan í sig. Sem er kanski ekki frásögu færandi nema þegar hún var að öskra af öllumlífs og sálarkröftum sást glitt í 2 litlar tennur sem eru að ryðja sér rúms í gómnum hennar. Kannski að þær séu að mæta í jólasteikina. Ekki seinna vænna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home