thoragella

work it baby , work it, own it....

fimmtudagur, mars 27, 2003

Jæja helgin afstaðin og næsta nær mætt.
BRJÓST 2003 varð ekki alveg eins og vonir stóðust til þar sem ég lág inni í koju nær allan tímann, spjúandi eldi og brennisteini. Já ég fékk ælupest á besta tíma. Ég gat ekki einu sinni mætt í vinnu fyrr en í gær og er í raun fyrst núna að jafna mig almennilega. En svona er lífið víst bara, við ætlum því að endurtaka BRJÓST 2003 í sumar þegar IH og Ásta geta líka mætt.

Það verður mikið um að vera á Sævanginum á sunnudaginn en þá á Una mín afmæli. Við stefnum á stórveislu enda um merkisafmæli að ræða. Við hjónin erum búin að skipuleggja þessa veislu lengi og því ætti ekkert vanta.

Annars er Una nær farin að labba. Með tilheyrandi byltum og marblettum en þetta er alveg að koma hjá henni. Fyndið að sjá hana ganga á milli og vera að rifna úr kæti yfir framförum sínum. Svo kann hún að segja datt og einhvern vegin fékk hún þá flugu í hausinn að allar myndir eru pabba. Hún skilur það sem maður segir við hana þótt hún þykist stundum ekkert heyra í manni.

Ég ætla að fara skoða gleraugu á eftir. Aldrei að vita nema maður splæsi í ný. Maður verður nú að vera pæju mamma í afmælinu. Ekki það að ég verði búin að fá þau þá, tekur alltaf mánuð að búa til glerin mín. En það er alltaf hægt að vona.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home