thoragella

work it baby , work it, own it....

miðvikudagur, júní 25, 2003

Búin að lesa mikið af bloggum þar sem fólk er að lýsa yfir óánægju sinni með að mótmælendur skyldu hafa verið fjarlægðir af Austurvelli á 17. júní. Ég er ekki alveg búin að móta mér skoðun á þessu en mér hefði fundist leiðinlegt að vera á hátíðarsamkomunni með e-n mótmælagutta mér við hlið að mótmæla e-r sem ég væri kannski sammála. Mér finndist það óþægilegt þar sem ég væri komin á samkomu með allt annað í huga en að mótmæla. Líka það að þeir létu ekki vita af þessu, á maður ekki alltaf að láta vita af mótmælum? Svo földu þau skiltin inná sér? Mér finnast þetta líka vera vafaatriði. Reyndar fannst mér lögreglan ganga svoldið langt og það hefði örugglega mátt leysa málið á farsælli hátt. Þeir vissu ekki við hverju var að búast af mótmælendunum þar sem þeir hefðu hegðað sér dularfullt fram að því, laumupúkast e-ð. En mótmælendurnir náðu sínu fram, þetta vakti eftirtekt með mikilli hjálp frá lögreglunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home