thoragella

work it baby , work it, own it....

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jæja þá er ég búin í sumarfríinu. Hafði það rosalega gott og fór meira að segja til Svíþjóðar með familíuna. Fyrsti dagurinn minn í vinnunni eftir sumarfrí er líklegast bara besti dagur sumarsins, gat skeð. En það er allt í lagi ég fékk fína daga og gat leikið mér að vild við dóttur mína sem skiptir mestu máli.

Ég var mjög hrifin af Svíþjóð og get vel hugsað mér að flytja þangað bráðum. Ég er næstum því bara farin að hlakka til þegar það gerist. En það er samt alveg nokkuð í það en vonandi ekki meira en tvö ár.

Ég er að fara á ættarmót um helgina. Tjörvi átti að vera í fríi en fékk tvær aukavaktir þannig að hann mun lítið sjást á ættarmótinu. En svona er þetta bara. Átti von á þessu en þetta venst vonandi aldrei.

Við hjónakornin áttum 3ja ára brúðkaupsafmæli í gær. Alltaf gaman að gera sér dagamun. Við þurftum þó að minna fólk á afmælið okkar nema GB sem hringdi fyrst allra til að óska okkur til lukku!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home