thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, apríl 14, 2003

Hryllilegur morgun.
Una vaknaði um hálf fimm í nótt og sofnaði ekki aftur fyrr en um sex, þannig að klukkan sjö þegar við þurftum að fara á fætur var ég ekki vel sofin. Við mæðgurnar gerðum okkur klárar og vorum á leiðinni út þegar ég athuga hvort ég sé ekki örugglega með lykilinn að bílnum.

Nei hann var ekki á sínum stað svo að ég hringi í Tjörva til að gá hvort hann viti um hann. Hann tilkynnir mér þá að hann sé með hann í vasanum, ég auðvitað verð nokkuð pirruð og tuða um að nú verði ég of sein í vinnuna. Hann kemur heim með lykilinn og við Una getum loksins lagt af stað.

Svo þegar ég er komin hálfa leið í vinnunna sé í Unu í baksýnisspeglinum og uppgötva þá að ég hafði gleymt að fara fyrst með hana til dagmömmunnar. Svo að ég sný við og skutla Unu.

Geysist svo á ógnarhraða, mjög pirruð yfir því að mæta of sein, hleyp upp stigana og stimpla mig inn. Viti menn þá sýnir klukkan bara 7.57. SNILLINGUR.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home