thoragella

work it baby , work it, own it....

miðvikudagur, júní 05, 2002

Mikið rosalega er gott að komast aðeins út úr bænum. Við fórum nokkur saman upp í bústað í Grímsnesi í gær, grilluðum og lágum í sólbaði. Ég er bara alveg endurnærð eftir svona sveitaferð. Núna eru djammferðirnar upp í sumó bara búnar og fjölskylduferðirnar teknar við. Held samt að fjölskylduferðirnar séu bara skemmtilegri skal ég segja ykkur. Auðvitað alltaf gaman að djamma í góðra vina hópi en að skemmta sér með krílunum sínum er bara meira gefandi.
Núna er GB alveg að fara eiga. Ég hlakka rosa mikið til. Heldum reyndar í gær að hún væri að fæða barnið útí móa en svo reyndist ekki vera. Hún er sett minnir mig 23. júní en ég held að krílið komi 25. júní. Spennandi svo bara að sjá.
Tjörvi þarf að vinna alla helgina, hmmm ekki nógu gott en svona er þetta víst bara. Ég, Una og Óðinn Páll (stjúpsonur minn) verðum þá bara að hafa ofan af fyrir okkur sjálf. Erfiðar svona næturvaktir af því að svo er svo mikið vesen að snúa sólarhringnum aftur við. Fer alltaf bara einn dagur alveg í myglu.
Jæja held að bókin mín sé að kalla á mig, best að nota tímann fyrst að Una sefur. Over and Out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home