Stefnumót
Ég má til að monta mig aðeins af manninum mínum. Á föstudaginn þegar ég kom heim úr vinnunni beið mín miði og rós á útidyrahurðinni. Í miðanum stóð að ég ætti að fara beint inn á baðherbergi og fara í heita og góða sturtu, hafa mig svo til því við værum á leiðinni út. Ég gerði bara eins og mér var sagt og fór inn á bað og fór í yndislega sturtu og renndi ísköldum bjór niður um leið. Tjörvi hafði komið græjum fyrir inná baði þannig að ég gat hlustað á uppáhalds tónlistina mína líka sem gerði þetta enn betra fyrir vikið.
Ég fór svo að hafa mig til og gerði mig eins sæta og mögulegt var. Fór í fötin sem Tjörvi hafði valið fyrir mig áður og hringdi svo í hann eins og staðið hafði í bréfinu að ég ætti að gera. Þá kom hann og náði í mig, sætur að venju, og við fórum út. Fyrst bauð hann mér á rúntinn (mér finnst það svo svakalega skemmtilegt en að sökum atvinnu Tjörva finnst honum það minna gaman), svo fórum við í bíó því næst aftur heim þar sem við borðuðum dýrindis kjúkling og meðlæti. Þá var einnig freyðivín í kæli sem við drukkum úr brúðkaupsglösunum okkar og rifjuðum upp gamlar sælustundir.
Æðislegt ekki satt?!! Fyrir utan allt þetta var hann líka búinn að taka allt til og þvo allan þvott.
Vel gift verð ég að segja!
Ég má til að monta mig aðeins af manninum mínum. Á föstudaginn þegar ég kom heim úr vinnunni beið mín miði og rós á útidyrahurðinni. Í miðanum stóð að ég ætti að fara beint inn á baðherbergi og fara í heita og góða sturtu, hafa mig svo til því við værum á leiðinni út. Ég gerði bara eins og mér var sagt og fór inn á bað og fór í yndislega sturtu og renndi ísköldum bjór niður um leið. Tjörvi hafði komið græjum fyrir inná baði þannig að ég gat hlustað á uppáhalds tónlistina mína líka sem gerði þetta enn betra fyrir vikið.
Ég fór svo að hafa mig til og gerði mig eins sæta og mögulegt var. Fór í fötin sem Tjörvi hafði valið fyrir mig áður og hringdi svo í hann eins og staðið hafði í bréfinu að ég ætti að gera. Þá kom hann og náði í mig, sætur að venju, og við fórum út. Fyrst bauð hann mér á rúntinn (mér finnst það svo svakalega skemmtilegt en að sökum atvinnu Tjörva finnst honum það minna gaman), svo fórum við í bíó því næst aftur heim þar sem við borðuðum dýrindis kjúkling og meðlæti. Þá var einnig freyðivín í kæli sem við drukkum úr brúðkaupsglösunum okkar og rifjuðum upp gamlar sælustundir.
Æðislegt ekki satt?!! Fyrir utan allt þetta var hann líka búinn að taka allt til og þvo allan þvott.
Vel gift verð ég að segja!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home