thoragella

work it baby , work it, own it....

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Shopaholic
Já ég verð víst að viðurkenna það. Ég er alveg kaupsjúk og á mjög erfitt um þessar mundir því það eru svo margar góðar útsölur í gangi. Ég er að reyna halda mig frá þessum helstu búðum sem mér eru svo kærar. Það hefur gengið svona la la en bíð eftir að ég sleppi mér alveg, á örugglega eftir að koma að því. Mig langar í Next, IKEA, Polarn & Piret, Vero, Zöru, Oasis og og oog ogogogo.

Nema það versta er að ég er búin að kenna 2ja ára gamalli dóttur minni þessa hegðun. Okkur mæðgunum finnst mjög gaman í Kringlunni og Smáralind, ganga um skoða fötin. Hún meira að segja tekur fötin til sín og mátar við sig. Segir svo við mig Mamma mín, kaupa svona, kaupa nýtt!! Verst að Tjörva mínum finnst þetta ekki alveg jafn sniðugt og mér hehe.

Fékk reyndar nokkrar peningagjafir á afmælinu, en málið er bara það að ég var búin að réttlæta svo mörg kaup fyrir afmælið af því að ég vissi að ég fengi e-n pening þannig að ég er barasta búin að eyða þeim. Sem er mjög grátlegt í dag þegar mig langar ekkert frekar en að fara í góða búð og kaupa kaupa kaupa.

Svo koma líka alltaf hugsanir eins og: ég er nú að fara halda upp á afmælið mitt á föstudaginn... ætti nú að geta verið fín í því... fékk líka þarna peninginn í afmælisgjöf... það eru útsölur, hægt að gera stórkostleg kaup... svo bara kaupi ég mér EKKERT í langan tíma....

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home