thoragella

work it baby , work it, own it....

laugardagur, júní 08, 2002

Fórum að versla föt á Unu í gær, vá hvað það er skemmtilegt!! Alltaf verið gaman að fara og kaupa sængurgjafir og tapa sér í ungbarnadeildinni, en þegar maður veit að maður er sjálfur að fara klæða krílið í þau verður allt vitlaust. Óðinn fékk voða fína gæjaskyrtu og hjólabretti, hann er víst vaxinn upp úr ungbarnadeildinni fyrir löngu.

Óðinn og Daníel frændi hans eru báðir 8 ára og bestu vinir. En ólíkari stráka finnur þú ekki. Óðinn Páll er ekki hræddur við neitt og er rosa góður í öllu sem í þarf e-a líkamlega hreysti. Daníel Atli hins vegar er svolítil skræfa en mjög klár og útsjónarsamur og segir oft mjög sniðuga hluti.

Maður áttar sig ekki alveg á því hvað þeir eru orðnir stórir í raun og veru. Í gær voru þeir að spjalla á leiðinni upp stigann heima og áttuðu sig engan veginn á því að allir heyrðu í þeim. Daníel var að segja Óðni frá e-i stelpu sem var að biðja annan strák um að koma að kela!! Svo þegar þeir voru komnir upp stigann sáu þeir að allir höfðu heyrt og blároðnuðu. Svo var Óðinn að segja Daníel frá stelpu sem hann var að reyna við en hún var sko í 5. bekk. Svo ekki sé minnst á að Óðinn var rosa skotinn í Britney Spears um daginn.

Una sefur núna úti í vagni, í nýju bleiku smekkbuxunum sínum :-) Hún er líka að verða stór, farin að ná taki á dótinu á leikteppinu sínu og hrista það aðeins til. Ég trúi varla hvað hún stækkar hratt, liggur við að maður sjái hana stækka. Við þurfum líklegast að kaupa nýtt skiptiborð þar sem hún er að vaxa út af hinu gamla. Mátaði fína skiptiborðið hennar GB í gær og það passaði mjög vel. Leiðin liggur líklegast í IKEA að eyða meiri peningum hehehhe.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home