thoragella

work it baby , work it, own it....

laugardagur, ágúst 03, 2002

Það er bara orðið svoldið langt síðan að ég hef látið heyra í mér. Una bara orðin 4ra mánaða og farin að gera snúið sér á bakið af maganum. Það voru mikil fagnaðarlæti þegar hún gat það fyrst og stolt móðir hringdi samviskusamlega í alla og lét vita af stórkostlegu afreki dótturinnar.

Tjörvi minn er í fríi núna um verslunarmannahelgina, en við ætlum bara að vera í bænum. Búin að fá nóg af ferðalögum í bili. Ætlum bara að kíkja á Þingvelli á morgun ef veður leyfir. Verður hópferð með vagnana og börnin, alltaf gaman að því.

Svo erum við búinar að plana hátið- BRJÓST 2003. Það verður okkar þjóðhátið þar sem við flestar missum af verslunarmannahelginni að þessu sinni. Við vinkonurnar ætlum að fara upp í sumarbústað og detta í´ða þegar við erum allar hættar með börnin á brjósti. Þær sem ekki voru að eignast kríli verða auðvitað líka að fagna þar sem þær hafa víst ekki verið mikið á djamminu með okkur upp á síðkastið...hefur verið alveg jafn mikið bindindi fyrir þær eins og okkur.

Við fórum til Akureyrar um daginn. Alltaf gaman á Akureyri en alveg sérlega núna þar sem við fengum alveg konunglegar móttökur hjá foreldrum hans Gumma hennar GB. Kíktum til Húsavíkur og á Goðafoss. Ég og GB kíktum líka aðeins í búðirnar, GB fékk sér rosa fínan bol og ég keypti mér skó sem ég er svo ánægð með að ég er barasta í þeim núna.

Sammála GB með brjóstagjafirnar. Vegna alls þessa áróðurs um hvað brjóstagjöf sé það langbesta sem barnið fær hlýtur að vera alveg hrikalegt þegar það er ekki hægt. Móðirin alveg í rusli bara. Brjóstamjólk er auðvitað mjög góð fyrir barnið en þegar brjóstagjöfin gengur illa þá kemur þurrmjólkin í staðinn og hún er góð líka. Ég hefði örugglega bara ekki meikað að geta ekki gefið brjóst, mér hefði fundist ég bara vera að bregðast krílinu á allann hátt. Sem er bara ekki rétt, þurrmjólk er líka næringarrík og góð fyrir krílið.

Jæja Una ekki sátt lengur á teppinu- over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home