thoragella

work it baby , work it, own it....

þriðjudagur, júlí 09, 2002

Hmmm svoldið langt síðan ég hef skrifað. Verið mikið að gera sko. Una mín varð í fyrsta skipti lasin. Fékk háan hita og leið mjög illa. Hrikalegt að vera með lasið barn, maður verður svo bjargarlaus e-ð. Vill allt gera til að því líður betur en getur í raun ekkert gert nema knúsað það og reynt að hugsa um það eftir bestu getu. Ekki spillti fyrir að hafa afa lækni á eftir hæðinni. Munar rosalega miklu að geta alltaf leitað til hans. Hrikalegt að þurfa alltaf að bíða í kannski viku eftir að fá tíma eða fara á læknavaktina og lenda kannski í því að þurfa að bíða í marga klukkutíma. Mjög þægilegt að hafa Einar afa með öll tæki og tól skammt undan þegar þörf er á.

Við fórum á 2 ættarmót um helgina- brjálaður bransi. Unu fannst gaman nema þegar hún átti að fara að sofa- held að hún sé bara svoddan prinsessa að henni finnist bara ekkert gaman að vera í útileigubransanum. Svaf eins og engill þegar við komum heim og auðvitað bara uppí hjá mömmu og pabba- því þar er sko langbest að vera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home