thoragella

work it baby , work it, own it....

laugardagur, júní 15, 2002

Jæja allt að gerast.... Hef bara ekki haft neinn tíma til að blogga. Búin að vera uppí sumarbústað og í grillveislum og fundum rosalega skemmtilegt allt saman. Skrítið hvað dagarnir hafa enga þýðingu fyrir mig núna. Mér er alveg sama hvort það er mánudagur eða laugardagur, hef það alltaf jafn gott.

Núna er GB alveg að fara eiga ég hlakka rosa til að fá nýtt kríli í hópinn. Erfiðar samt þessar síðustu vikur, skrítið að sitja og bíða eftir að finna til og þegar maður finnur e-n smá verk þorir maður ekki að hreyfa sig þannig að maður situr bara kyrr og vonar að verkurinn verði verri.

Það góða við fæðinguna samt að strax að hún er búin þá fara allir leiðinlegu kvillarnir sem fylgja manni undir það síðasta s.s brjóstsviði, erfiðleikar með gang og þess háttar.

Prinsessan vöknuð, ætla að leika svoldið við hana. Respect!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home