thoragella

work it baby , work it, own it....

þriðjudagur, ágúst 06, 2002

Ooooo er að fara í sumarpróf nema ég nenni bara alls ekki að læra. Hrikalegt að vera svona löt. Samt er ég ekki löt- mjög dugleg húsmóðir með Unu Rán mína allan daginn meðan húsbóndinn er í vinnunni :-)

Við héldum innihátíð um helgina, Sævangur 2002. Við grilluðum pulsur í arninum og drukkum rauðvín og bjór. Reyndar var ég ekkert mjög hrifin af aðferðunum við að grilla pulsurnar, tók langan tíma og svona og það er nú ekki fyrir mig. Þannig að ég tók bara mínar og skellti þeim á gasgrillið ehhehhe. Á meðan sat mágur minn hann Sírnir með sviðnar augnbrúnir og hálfgrillaða pulsu á stofugólfinu. Tjörvi fór niður í skúr og bjó til e-a voðalega sniðuga grind til að setja pinnana með pulsunum á svo að augabrúninar fengju að halda sér. En því miður var kollurinn sem grindin var sett á úr við þannig að hann var allur sviðinn þegar pulsurnar voru til. En það var samt svaka stuð á Sævangi 2002.

Tjörvi sakaði mig áðan um að þjást af svefnöfund. Sem er alveg rétt. Mér finnst ekki að hann eigi að geta sofið endalaust á meðan ég vakna á 3ja tíma fresti til að gefa Unu að drekka. Þess vegna vek ég hann oft svoldið snemma þegar hann hefur verið á næturvakt. Samt fær hann alveg að sofa í svona 6-7 tíma- það fæ ég aldrei. Fer alveg að koma að því að ég hætti að gefa Unu Rán á næturnar, kannski eftir svona mánuð. Þá færi ég mig yfir í hitt herbergið og læt Tjörva sjá um málin. Verð að viðurkenna að ég hlakka svoldið til að fá heilan nætursvefn aftur.

Hmm orðið gott- bæjó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home