thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, ágúst 12, 2002

Tíminn flýgur
Mikið rosalega líður tíminn hratt. Bróðurdóttir mín sem mér finnst hafa fæðst í gær er að byrja í skóla í haust. Hún er bara orðin 6 ára, mætt með fínu krullurnar sínar og skólatöskuna. Hún hefur alltaf verið mjög góð og stillt stelpa og á örugglega eftir að vera eins og ljós í skólanum- eins og frænka hennar var :-)

Óðinn Páll er að fara í 3. bekk og mamma hans stingur upp á að gefa honum gsm síma í jólagjöf. Ég er ekki alveg á því að gefa Óðni gsm síma strax- hvað hefur hann við hann að gera? Kannski meira fyrir mömmu hans svo að hún þurfi ekki að fara út að leita að honum þegar hann á að koma inn á kvöldin. En þetta er einn af ókostunum við að vera stepmommy, fær ekki að ráða! Sem er reyndar mjög stór ókostur þegar viðkomandi er eins frek og ég er. Erfitt að fá ekki að hafa allt eftir mínu höfði. Enda sagði krílið við mig einu sinni þegar ég var að segja honum að þvo sér um hendurnar fyrir mat " Þóra.. þú ert alltaf með svo margar reglur..." hmmmm já sem er alveg satt. En eins og þetta þá finnst mér bara.. it goes without saying.. auðvitað þvær maður sér um hendurnar. En það er svo margt sem mér finnst svo sjálfsagt og eðlilegt sem honum bara finnst ekki eðlilegt. Ég myndi ekki segja að foreldrar mínir hafi verið strangir en ég átti að vera kurteis, ekki blóta, segja afsakið þegar ég ropaði og þvíumlíkt. Krakkar í dag eru líka öðruvísi en þegar ég var kríli, þó er ekki langt síðan.

Sá myndir á netinu af Unu Rán áðan frá því að hún var aðeins viku gömul- aftur- vá hvað tíminn líður hratt! Ég er bara strax búin að gleyma hvað hún var lítil og brothætt. Áður en ég veit af þá verður það hún sem er að velja sér skólatösku og pennaveski.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home