thoragella

work it baby , work it, own it....

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Vitlaus
Ég fór í skólann í gær. Sem er kannski ekki frásögu færandi nema hvað, ég er í heilsárskúrs og eðlilega gerði ég ráð fyrir að hann yrði á sama tíma og hann var fyrir jól og mætti samviskulega kl. 14.00. Var þá búin að mæta fyrr í vinnuna og sleppa bæði mat og kaffi svo ég gæti farið kl.13.30. Svo mæti ég og opna stofuna, er aðeins of sein, nema þá er stofan bara full af ókunnugu fólki og allt annar kennari. Ég hröklast út og fer og kanna málið. Þá kemur í ljós að tíminn er kl. 11.30 og var því löngu búinn þegar ég mæti á svæðið! En sem betur fer hitti ég á kennarann og gat því fengið að vita hvað ég missti af. En svo var þetta svo sem ágæt var komin heim kl.14.30 og fór að leika mér við Unu mína sem var skal ég segja ykkur hæst ánægð að fá að hafa mömmu sína í friði.

Meira af BP tímanum..... ég hélt að hann ætti að vera kl.17.25 en ég var greinilega bara í tómu rugli með allar tímasetningar í gær þar sem hann var kl. 19.35 og þá hefði ég alveg getað mætt. Finnst ykkur að ég ætti að fara láta ath þetta e-ð?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home