Umferðafræði
Ég er ein af þeim sem reiðist mjög auðveldlega í umferðinni. Ég á heima í Hafnarfirði og keyri reglulega til Reykjavíkur og tel mig vera góðan og öruggan ökumann. Ég er ekki hikandi, keyri örugglega og kann reglurnar vel. Ég er líka tillitsöm og hleypi öðrum ökumönnum þegar þeir þurfa á því að halda. En skilyrðið fyrir því er að þeir t.d gefi stefnuljós þegar þeir skipta um akrein og kunni að nota aðreinar.
Ég verð sjaldan eins reið og þegar ökumenn sem vilja keyra aðeins hægar (sem er í góðu lagi) eru á vinstri akrein og ekki nóg með það heldur aka þeir samsíða bílnum á hægri akreininni!!!!! Gerir mig alveg GEÐVEIKA!
Veit að núna verða e-ar ósaáttar en ég verð að svíkja aðeins kynferðið...KONUR!! For crying out loud- af hverju eru þær svona hrikalegar í umferðinni? Skil það engan veginn. Hef margoft lent í því að vera fyrir aftan bíl alla leið frá Hafnarfirði og inn í Reykjavík, sem er á vinstri akrein, en keyrir hægar en allt og er ekkert að spá í umferðinni. Svo þegar ég kemst loksins framúr sé ég að það er oftar en ekki kona sem heldur sig á vinstri akreininni því hún ætlar að taka vinstri beygju á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar!
Áðan þegar ég var að keyra heim sá ég unga konu (þær eru reyndar samkvæmt rannsóknum mínum (ath ég hef lokið námi í aðferðafræði I-III :-)) mun skárri en miðaldra frúr) sem var að keyra ljóslaus (auðvitað blikkaði ég hana þar sem ég er tillitsamur ökumaður), að tala í símann og að kveikja sér í sígarettu. Halló- crazy people.
Svo eru það vitleysingarnir úti á þjóðveginum sem eru auðvitað sér categoria fyrir sig.... Keyra eins og brjálæðingar, vita ekkert hvernig á að bregðast við í lausamöl, taka hrikalega sénsa og taka framúr á blindhæð. Stefna sem sagt öllum í hættu- 4ra manna fjölskyldunni sem keyrir grunlaus yfir blindhæð þegar fávitinn er að taka framúr.
Eina ráðið mitt gegn örvæntingu minni í umferðinni er kannski ekki merkilegt...breathe in breathe out!
Ég er ein af þeim sem reiðist mjög auðveldlega í umferðinni. Ég á heima í Hafnarfirði og keyri reglulega til Reykjavíkur og tel mig vera góðan og öruggan ökumann. Ég er ekki hikandi, keyri örugglega og kann reglurnar vel. Ég er líka tillitsöm og hleypi öðrum ökumönnum þegar þeir þurfa á því að halda. En skilyrðið fyrir því er að þeir t.d gefi stefnuljós þegar þeir skipta um akrein og kunni að nota aðreinar.
Ég verð sjaldan eins reið og þegar ökumenn sem vilja keyra aðeins hægar (sem er í góðu lagi) eru á vinstri akrein og ekki nóg með það heldur aka þeir samsíða bílnum á hægri akreininni!!!!! Gerir mig alveg GEÐVEIKA!
Veit að núna verða e-ar ósaáttar en ég verð að svíkja aðeins kynferðið...KONUR!! For crying out loud- af hverju eru þær svona hrikalegar í umferðinni? Skil það engan veginn. Hef margoft lent í því að vera fyrir aftan bíl alla leið frá Hafnarfirði og inn í Reykjavík, sem er á vinstri akrein, en keyrir hægar en allt og er ekkert að spá í umferðinni. Svo þegar ég kemst loksins framúr sé ég að það er oftar en ekki kona sem heldur sig á vinstri akreininni því hún ætlar að taka vinstri beygju á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar!
Áðan þegar ég var að keyra heim sá ég unga konu (þær eru reyndar samkvæmt rannsóknum mínum (ath ég hef lokið námi í aðferðafræði I-III :-)) mun skárri en miðaldra frúr) sem var að keyra ljóslaus (auðvitað blikkaði ég hana þar sem ég er tillitsamur ökumaður), að tala í símann og að kveikja sér í sígarettu. Halló- crazy people.
Svo eru það vitleysingarnir úti á þjóðveginum sem eru auðvitað sér categoria fyrir sig.... Keyra eins og brjálæðingar, vita ekkert hvernig á að bregðast við í lausamöl, taka hrikalega sénsa og taka framúr á blindhæð. Stefna sem sagt öllum í hættu- 4ra manna fjölskyldunni sem keyrir grunlaus yfir blindhæð þegar fávitinn er að taka framúr.
Eina ráðið mitt gegn örvæntingu minni í umferðinni er kannski ekki merkilegt...breathe in breathe out!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home