thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, september 09, 2002

SKÓLINN BYRJAÐUR Á FULLU

Þá er skólinn bara byrjaður aftur og allt komið á fullt. Ég mætti í fyrsta tíman og fór heim með verkefni sem þarf að gera fyrir þann næsta. Sem er reyndar á morgun og ég ekki búin með verkefnið, ætla greinilega aldrei að læra. Svo núna þegar ég settist niður með tölvuna og tilbúin til að hefjast handa varð ég aðeins að kíkja á netið, ath hvort það væri e-ð sem ég væri að missa af. Kíkja á póstinn og þar var Obba búin að senda póst sem ég ákvað nú að svara þar sem það er svo leiðinlegt þegar engin skrifar. Svo fór ég sem leiðin lá inn á mbl.is, barnaland.is og kíkti svo að lokum inn á öll bloggin og ákvað svo að ég yrði að fara skrifa e-ð þar sem allt of langt væri liðið síðan síðast.

Annars átti ég að vera í leikfimi núna en ég vaknaði raddlaus og með stíflað nef og ákvað því að láta það bíða aðeins, fer bara seinnipartinn í staðinn. Sniðugir svona mömmutímar, fór síðasta miðvikudag í fyrsta skipti og líkaði vel. Gott að geta tekið krílin með og þeim finnst voðalega gaman þegar maður er að lyfta þeim til og frá. Algjörlega clueless að maður er í raun bar að nota þau sem lóð hehehe. Svo var líka svoldið sniðugt að fylgjast með því að þegar eitt barn fór að gráta byrjuðu nokkur önnur í kjölfarið. Una var t.d ekki sátt við lætin í hinum krílunum, öskraði bara á móti þegar e-r lét heyra í sér. Kjartan Sveinn var hins vegar eins og ljós og skríkti af ánægju.

Hafði mikið fyrir því áðan að sjóða og stappa bæði perur og gulrætur handa Unu Rán. Aðeins að hvíla grautinn og gefa henni e-ð nýtt og spennandi. Henni fannst tilraunir mínar ekki góðar, reyndar svo vondar að hún barasta kúgaðist... Best að láta Tjörva bara um þetta... Una sem sagt búin að hafna mér algerlega í eldhúsinu (sem er kannski bara ágætt).

Við hjónakornin erum búin að vera mjög dugleg upp á síðkastið. Við tókum okkur til og þrifum allt hátt og lágt. Tókum alla eldhúsinnréttinguna í gegn og þvílíkur MUNUR. Í kjölfarið þurftum við auðvitað að fara í IKEA (snilldarbúð) og kaupa hitt og þetta til að vera ennþá skipulagðari í frágangi. Endaði með að við fórum út með nýja náttborðslampa, fatagrind, boðstofuljós, leikfangakassa, ruslafötu inn á bað, sturtuhengi, o.fl o.fl. Mér finnst þetta mjög gaman breyta og bæta. Svo erum við líka að fara taka skápinn niður sem er í svefnherberginu og færa hann svo að rimlarúmið hennar Unu komist almennilega fyrir. Svo stendur til að smíða nýjan skáp í forstofuna sem á að vera svona walk in closet með fínum speglahurðum!

Hmmm kannski að ég ætti að fara læra núna... ohhh.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home