thoragella

work it baby , work it, own it....

laugardagur, október 05, 2002

Gömul?

Föstudagskvöld og ég er komin upp í rúm kl.22.00, laugardagskvöld og ég er á leiðinni í rúmið kl. 22.30. Er þetta merki um elli eða hvað?!! Mín kenning er sú að þegar maður eignast fyrsta krílið venst það að vakna snemma á morgnana. Svo koma fleiri kríli og í 20 ár er nauðsyn að vakna snemma. En þegar krílin verða að unglingum og fara sofa út í eitt er vaninn orðin svo mikill að sú nautn að sofa út er ekki lengur möguleg. Unglingarnir eiga svo ekki til orð yfir vitleysuna í foreldrunum að vakna alltaf eldsnemma um helgar.

Reyndar er mér farið að finnst voðalega gott að vakna og fara út á morgnana. Við förum í ungbarnasund kl.9 á laugardögum og mér finnst það æði. Er að hugsa um að gera það bara að reglu að fara með Unu í sund á laugardagsmorgnum. Ég er fersk allan daginn eftir væna veru í sundlauginni.

Úff klukkan orðin svona margt.... best að koma sér í bólið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home