thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, september 09, 2002

BEVERLY HILLS 90210

Það er búið að vera svo mikil umræða um gamla sjónvarpsþætti nýlega að ég ákvað að kíkja aðeins á videosafnið mitt og draga fram í dagsljósið Beverly Hills safnið mitt. Þetta voru uppáhalds þættirnir mínir og ég horfði á þá aftur og aftur.

Núna er ég að horfa á þá og OH MY GOD!! Þeir eru hrikalegir. Hvað er málið?!!

Aðalgellan er Kelly Taylor sem er rík og sæt, Donna Martin sem er heimsk en rík, Steve Sanders sem er vandræðagemsinn, David Silver sem var lúði en byrjaði með Donnu og er núna rísandi poppstjarna, Andrea Zuckerman er klára stelpan en fátæk og ljót, Dylan McKay sæti vondi gæinn sem er ógeðslega kúl alkahólisti 17 ára og allt! Síðast en ekki síst tvíburarnir Brandon og Brenda Walsh, Brandon sem er sætur, klár og vinsæll og Brenda sem er sæt, klár og kærasta Dylans!!

Nema hvað svo koma flækjurnar þangað til að allir hafa verið með öllum. Núna var Dylan einmitt að hætta með Brendu til að geta verið með Kelly bestu vinkonu hennar.

Svo eru það foreldrarnir sem er örugglega ekki nema svona 10 árum eldri en hin svokölluðu börn þeirra. En svona er Hollywood býst ég við, segir mér engin að Dawson sé 17 ára.

Ef ég myndi setja 15 ára stelpu fyrir framan sjónvarpið núna ætli að henni þætti þættirnir jafn skemmtilegir og mér fundust þeir vera? Hvort ætli að tímarnir hafi breyst svona mikið (á fáeinum árum þar sem ég er rétt að skríða yfir tvítugt) eða ég hafi þroskast og geri meiri kröfur til sjónvarpsefnis híhíhíhí. Væri alveg til í að það væri hið síðnefnda en ég efa það.

Og Fötin!!!!! Hrikaleg. Hahahahaha. Hvað er málið?! Svo eru auðvitað allir hvítir, sem endurspeglar algjörlega Bandaríkin. Reyndar kom einn svartur strákur inn í þættina, Jordan Bonner, sem átti að verða kærastinn hennar Andreu (ljóta, klára stelpan) en það var ekki alveg að ganga upp.

Úff næst þegar ég fæ nostalgíu og langar til að horfa aftur á gamla sjónvarpsþætti ætla ég að láta það ógert. Þeir eru mun betri í minningunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home