thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, mars 03, 2003

Á fimmtudaginn fór ég niðrí skóla að kjósa Vöku. Þegar ég kem aftur út í bíl er stelpa í vandræðum með bílinn sinn við hliðina á mér og biður mig um að gefa sér start.

Auðvitað var það ekkert nema sjálfsagt og ég opna húddið hjá mér. Nema hvað, þar sem bíllinn minn er frekar nýr er alls kona auka vélahlífar og þar á meðal ein yfir rafgeyminum. Við stelpurnar erum því e-ð að bögglast með þetta og þorum ekki að opna seinni aukahlífina því það voru rafmagnssnúrur og e-ð svoleiðis vesen tengdar í hana. Þannig að við bogrum yfir vélinni og erum að velta þessu fyrir okkur og erum að hætta við þetta allt saman og ætlum að reyna finna e-n annan til að gefa henni start. Þá er mér litið til hliðar og sé þá strák inni í bíl alveg í kasti. Þá er hann búinn að vera horfa á okkur og fannst við vera nokkuð spaugilegar.

Ég hálf skammast mín þegar ég fatta hvað við erum búnar að vera aulalegar og bið hann um að koma og hjálpa okkur. Sem hann gerir og rífur þetta allt upp. Mér leist nú ekki alveg á blikuna þegar hann opnaði þetta allt saman og hafði mínar efasemdir um bifvélakunnáttu hans. En þetta reyndist vera í góðu lagi og ég gaf henni start.

Nema hvað, þá var það ekki nóg og ekki fór bíllinn í gang. Þá reyndi ég að bjarga andlitinu eftir fíaskóið og segi að það hljóti þá bara að vera alternatorinn sem er klikk. Hhehehe. Ekki bjóst hann við að ég vissi hvað alternator væri. Þar sem ég er mjög sjóuð í svona bifreiðaviðgerðum fannst mér ekki hægt að maðurinn áliti mig fávita þegar að bílum kæmi. Mér fannst nú á gæjanum að hann vissi ekki sjálfur hvað væri. En grey stelpan komst ekkert á bílnum sínum og hafði ég fulla samúð með henni þar sem ég hef ósjaldan verið í sömu sporum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home