thoragella

work it baby , work it, own it....

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Mér finnst veðráttan yndisleg!! Léttklædd allan daginn, fer með Unu mína í stuttermabol á leikskólann og sund í hádeginu. Mér finnst ekki of heitt og ég væri alveg til að hafa þetta alltaf svona. Hafa svona góð sumur, hita og sól.

Ég er að fara í afmæli á föstudaginn, hlakka mikið til enda verður örugg stuð þar á bæ. Verst finnst mér samt að Tjörvi komist ekki með- fékk 3 auka-næturvaktir. Ætti nú samt að vera vön því að Tjörvi komist ekki með neitt. Hlakka til þegar hann fer í 50% starf, þá verður fjölskyldulífið ögn eðlilegra.

Jæja ætla að hlaupa og fá mér te (green te & raspberry) mæli með því. Reyndar fæ ég mér alltaf kaffibolla líka hahahah.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home