thoragella

work it baby , work it, own it....

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Lakkrís
Fór áðan og keypti lakkrísafganga þar sem ég er með saumó í kvöld. Eitt kíló á 300 kall!! Nema ég er svo mikill sökker fyrir lakkrís að ég er búin að standa á beit.... Vona bara að það verði e-ð eftir fyrir kvöldið hmm. Verst hvað manni verður illt í maganum af því að borða mikinn lakkrís. En ég læt það nú ekki stoppa mig.

Tjörvi, yndislegi eiginmaður minn, er að taka til fyrir mig svo að ég geti þóst vera snyrtimenni þegar stelpurnar koma. Ágætt líka að hann geri það því hann tekur miklu betur til en ég. Ryksugar undir sófunum og í öll horn gengur almennilega frá öllu en ég reyni frekar að finna e-n stað sem ég get hrúgað öllu ofan í og lokað svo á eftir.

Þegar mamma og pabbi voru að selja Safamýrina kom ósjaldan fólk að skoða. Ég var þá 17 ára og átti í miklum erfiðleikum að halda herberginu mínu snyrtilegu eins og unglingsstúlku sæmir. Svo að ég þróaði mjög góða aðferð. Þegar mamma tilkynnti mér að það væri að koma fólk fór ég og tók allt upp af gólfinu setti það ofan á rúmið og breiddi vel úr, setti svo rúmteppið yfir allt saman og voilá ógeðslega fínt í herberginu mínu. Nema hvað í eitt skipti var litla frænka mín í heimsókn þegar athöfnin átti sér stað. Ég áttaði mig alveg því að hún gæti tekið upp á þessu sjálf svo að ég tók sérstaklega fram að þetta gerði ég bara þar sem það stæði til að selja húsið og ég hefði ekki nægan tíma. Svo u.þ.b ári seinna tekur mamma hennar upp á því að selja íbúðina sína líka. Og hún segir frænku minni að fara nú og ganga frá dótinu inni í herbergi. Hún trítlar af stað og er ótrúlega fljót að taka til. Mamma hennar fer og kíkir á og jú allt er orðið fínt og engin leikföng á gólfinu. Svo verður henni litið á rúmið og sér þar fjall undir rúmteppinu. Segir við hana nokkuð örg að svona eigi maður ekki að gera, þetta væri sko ekki að taka til! Þá lítur frænka mín með stóru bláu augun sín á mömmu sína og segir: "en mamma, svona gerði Þóra þetta þegar hún var að flytja!" Mamma hennar flýtti sér inn á klósett til að hlæja en bað hana svo vinsamlegast að taka til aftur. Ég varð vægast satt vandræðaleg þegar hún sagði mér frá þessu og roðnaði sem aldrei fyrr. Reyndi e-ð að afsaka mig en það var tilgangslaust, hrikalegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home