thoragella

work it baby , work it, own it....

mánudagur, mars 17, 2003

Vel sofin
Una Rán fékk að gista hjá ömmu sinni og afa í nótt. Dagmamman er í fríi og tengdó ætlar að passa Unu fyrir okkur í dag. Það var því þægilegast að hún gisti bara hjá þeim. Svo vaknaði hún, þeim til mikillar gleði, kl. 6 í morgun. Hehe. Á meðan sváfum við Tjörvi einkar vel.

Það var mjög gaman á árshátíðinni, og mikið stuð. Við unnum í happdrættinu síma og þriggja mánaða líkamsræktarkort í Perluna í Keflavík. Við höfum víst lítið að gera við kort í Keflavík svo að við ætlum bara að gefa Emil það. Okkur vantar reyndar síma svo að hann kom sér vel, nema hann er ekki þráðlaus sem kemur sér ekki vel. En maður má víst ekki vera of frekur....

Það styttist óðum í BRJÓST 2003. Við förum núna á laugardaginn í Borgarfjörð í sumarbústað með potti og öllu tilheyrandi. Hlakka til að komast út úr bænum í fallegt umhverfi og rólegheit. Ekki það að ég búst við að það verði rólegheit hjá okkur en samt sem áður. Það verður cosmopolitan drykkir fljótandi um allt, partý og co, girlie talk og the works. It´s gonna be great!! Ég ætla að fá jeppan lánaðan hjá tengdó, smella saman stelpu diskum og svo bara let´s go. ÍÍÍhlakka til.

Ég fékk nýjan síma um daginn. Hann er æði. Núna finnst mér ég vera algjör pæja með flottasta símann í bænum. Reyndar var ég lengi að ákveðja hvort ég ætti að kaupa hann eða ekki. Þetta er svo mikill hégómi e-ð og ekki það nauðsynlegast fyrir mig þar sem ég sit við hliðina á síma allan daginn. En græðgin vann, núna er ég bara að berjast við að ákveða hvort það eigi að kaupa nýjan síma handa Tjörva líka, leiðnlegt að skilja hann útundan og svona.

Við fórum og skoðuðum verkfræðiskrifstofuna hjá Emil bróður mínum í Keflavík um helgina. Rosalega flott og fínt. Allt nýtt og nóg af plássi. Það voru meira að segja sér skrifborð fyrir sumarafleysingarfólkið. Er það nú munur!! Annað en hér á skattstofunni þar sem fólk hreykir sér af því að hér séu upprunalegu skifborðin frá nítjánhundruð og súrkál. Allt brúnt og ógeðslegt og mætti alveg fara að endurnýja. Gardínurnar eru með þeim hallærlislegri sem ég hef séð og skíturinn á veggjunum er ólýsanlegur. Ég er að hugsa um að sækja um hjá Emil, er ekki einhverja vinnu að fá fyrir félagsfræðing á verkfræðiskrifstofu? Ég get verið starfsmannastjóri, það vinna nú einu sinni sjö manns þarna!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home