Er að fara í þriðja brúðkaup sumarsins á laugardag. Það er frændi minn sem er að fara ganga í það heilaga en hann hef ég ekki séð í 3 ár og brúðina aldrei. Finnst hálf fyndið að mæta bara ehhe. Eins gott að brúðurinn sker sig alltaf svolítið úr annars væri ég í vondum málum.
Ég er að fyllast af kvefi sem mér finnst afar bagalegt. Var ekki fyrr búin að hreykja mér af því að vera sú eina í húsinu sem ekki hefur smitast að það skall á mér líka. Rauk því út í kaffinu og keypti mér bæði sólhatt og fjölvítamín sem á að koma mér í lag á no time!
Ég er í megrun.... Veit, ég er alltaf í megrun. Er núna búin að vera mjög dugleg í 2 vikur en mér finnst ekkert vera að gerast. Sama dag og ég ákveð að fara í megrun finnst mér að 5 kg ættu að fara, bara fyrir ákvörðunina. En það dugir víst ekkert minna en þolinmæði og þrautsegja í svona verkefni, verst bara að mér var engin þolinmæði gefin.
Ég er að fyllast af kvefi sem mér finnst afar bagalegt. Var ekki fyrr búin að hreykja mér af því að vera sú eina í húsinu sem ekki hefur smitast að það skall á mér líka. Rauk því út í kaffinu og keypti mér bæði sólhatt og fjölvítamín sem á að koma mér í lag á no time!
Ég er í megrun.... Veit, ég er alltaf í megrun. Er núna búin að vera mjög dugleg í 2 vikur en mér finnst ekkert vera að gerast. Sama dag og ég ákveð að fara í megrun finnst mér að 5 kg ættu að fara, bara fyrir ákvörðunina. En það dugir víst ekkert minna en þolinmæði og þrautsegja í svona verkefni, verst bara að mér var engin þolinmæði gefin.
2 Comments:
At 26. ágúst 2004 kl. 16:54, Nafnlaus said…
Eða komdu bara í heimsókn til mín í mánuð. Gulltryggð horun. Meira að segja ef okkur væri boðið í mat, þá eru allir veganar hér svo við fengjum bara kál og soðnar baunir.
At 27. ágúst 2004 kl. 14:47, GlowJo said…
Eða gera eins og ég gerði um daginn - setti mér bara mánuð í senn (hætti að borða nammi, kökur og gos) og ég snerti það ekki í 1 1/2 mánuð... svo fór ég til Ítalíu og eftir það lá leiðin niðurávið!!!
Skrifa ummæli
<< Home