Versla versla
Það kom til okkar í vinnuna áðan hið stórsnjalla fyrirbæri, SOKKABUXNAKONAN sem er þvílík snilld!! Ég keypti sokkabuxur fyrir 4.500 kr sem er mikið miðað við að sokkabuxurnar eru mjög ódýrar hjá henni. En ég fékk alveg 5 pör á mig og 3 á Unu. Gott mál.
Ég er alltaf að fatta það betur og betur hvað það er mikil snilld að eiga dóttur því maður fær svona félaga í fleiri skilningi en einum. Ekki það að ég hlakki ekki til að eignast strák líka en það er bara allt öðruvísi held ég. Þegar maður á dóttur kemur að því að fara með henni að versla föt og snyrtidót (ekki það að hún megi mála sig fyrr en hún er 18 ára...) tala um stráka og fá að flétta á henni hárið. OOOOO ég hlakka svo til, gaman líka því hún er svo mikil stelpa í sér pjöttuð og finnst gaman þegar hún er fín.
Fórum í gær í Rúmfatalagerinn og keyptum Winnie the Pooh sængurföt handa Unu, náttföt og svo Trigger (Tumi tígur) geymslu undir bangsana hennar því þeir taka svo mikið pláss. Einnig keyptum við handa henni lítinn stól sem er alveg æði því við eigum alveg eins stóran hehehe.
Tjörvi er núna úti á sjó að veiða svartfugl, hann hlakkaði svo rosalega til í gær að hann var eins og lítill strákur að bíða eftir að opna pakkana á jólunum. Reyndar var svo slæmt veður í morgun að hann hélt að hann kæmist ekki og vonbrigðin leyndu sér ekki. Var í allt gærkvöld að undirbúa sig, bera á byssuna, kaupa skot, taka til nesti ooo snús. Greinilegt að áhuginn er mikill, ég hlakka bara til þegar hann kemur heim með hreindýr, ummmm hreindýr!