thoragella

work it baby , work it, own it....

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Þóra Gubb
Það var mjög gaman í sumarbústaðnum, þar til á sunnudagsmorgunin. Þá tóku sig upp gömul meiðsli sem fólu í sér uppköst og viðbjóð. Skil ekkert í þessu, neita alla vegana þeim sökum að ég hafi verið of full. En neita því ekki að ég hefði mátt fara aðeins seinna að sofa. Skil ekkert í mér stundum, finnst lúrinn bara svo rosalega ljúfur að ég bara stenst hann ekki. It´s lika a drug.

Una tók vel á móti mér þegar ég kom heim, en bara í smá stund því afarnir voru nálægir og þá er ekki hægt að eyða óþarfa púðri í mömmu sína. Annars var hún að fá fullt af nýjum fötum og var eins og bleikur sykurpúði í morgun, ýkt sæt.

Tjörvi minn er í veiðiferð með vinnunni. Er örugglega að skemmta sér rosalega vel. Hefur gott af því að losna aðeins við okkur Unu Rán. Heyrði í honum í gær en þá var hann ekkert búinn að veiða, kannski að það gangi e-ð betur í dag.

Horfði á 70 mín í smástund í gær og hélt að ég myndi rifna úr hlátri yfir Hjartastoppi á fleygiferð. Þvílík vitleysa. Gaman að þeim.

föstudagur, júlí 25, 2003

Það varð lítið úr deginum í gær en við fórum þó allavegana í afmælisveislu til Daníels Atla. Svo klikkaði jeppamálið en það reddast vonandi. Kannski að stelpurnar geti reddað 7 manna bíl. Annars förum við á morgun og ég hlakka ekkert smá til eins og áður hefur komið fram. Alltaf gott að fara í svona stelpuferð, sérstaklega þar sem í þessum hóp verður stelpugeðveikin eftir heima.

Ég er að fara í 50 afmæli á eftir hjá bróður hennar Steinu. Það verður örugglega gaman. Úff panik panik, mundi allt í einu eftir því að við erum ekkert búin að hugsa með gjöf. Hmmmm set Tjörva í málið.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Tveir dagar í sumó!! Spennan magnast. Er meira að segja búin að redda jeppanum þannig að við getum troðið okkur allar í einn bíl. Ætlum að byrja á verslunarferð sem er auðvitað nauðsynlegur þáttur á stelpuhelgi. GB ætlar að bjóða okkur upp á mjög girnilega forrétt svo er það auðvitað bara bjórinn sem gildir í ferð sem þessari. Náðst hefur samkomulag með tónlistina svo að magakveisur mínar ættu að vera úr sögunni.

Rosalega er gott veður núna, gaman að því. Kannski að ég noti daginn og fari vestur á mýrar í smá sveitaferð. Leyfi dóttur minni að hlaupa um með skepnunum ehhehe. Held að það væri ráð.

Annars vildi ég bara koma því á framfæri að mamma mín á enga sér líkri.... hún er að fara í útileigu í dag!!!

miðvikudagur, júlí 23, 2003

sgt. pepper
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band


Which Beatles Album Are You?
brought to you by Quizilla
Var alltof lengi í mat þar sem búðirnar voru svo spennandi. Keypti mér fína peysu í Zöru og vafningsskyrtu í Hagaranum. Kostaði líka ekki mikið í rauninni græddi ég 6.000 kr. En þá er ég búin að draga frá það sem fötin áttu að kosta frá því sem ég fékk þau á! Hefði samt viljað hafa meiri tíma til að skoða, hver veit hverju ég er að missa af.
Kaffi er alveg snilldardrykkur! En það versta við kaffið er hvað það er gott að fá sér e-ð óhollt með því. Kex, kökur og konfekt bragðast miklu betur ef maður fær sér svolítinn kaffisopa með. Annars vandi ég mig af því að drekka kaffi með mjólk og núna finnst mér það mjög vont. Skrítið hvað vaninn verður sterkur.

Ég er að fara í Smáralindina í hádeginu. Hlakka til, hvað segir það mér?! Ætlum aðeins að kíkja í búðirnar, kannski að maður sjái e-ð á útsölu. Ekki að mig vanti föt, en það er alltaf gaman að skoða aðeins.

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Var í saumó í gær að skipuleggja sumó ferð með stelpunum. Alltaf gaman í saumó, hló eins og vitleysingur og hlakka mikið til að fara á laugardaginn.

Þegar ég kom heim var Una Rán vakandi þannig að við fórum svo bara að lúlla saman, Tjörvi á næturvakt. Ég hafði hana því bara uppí hjá mér og kúrði hjá henni. Mér finnst það æðislegt.

Tjörvi er í fríi í dag og á morgun, ætlum að nota það í að þrífa og reyna að koma skipulagi á fataskápana. Hugsa nú að það endi með því að við förum og kaupum kommóðu þar sem skápaplássið er ekki upp á marga fiska. Vildi samt að það væri nóg, bara að kaupa. Þurfum líka að taka til í litla herberginu sem lítur ekki of vel út þessa stundina mikið af dóti sem þarf að koma skipulagi á úff.
Where is my Mind?
You're smart, shy, and often nonsensical. You have dreams of being famous, and you're quirky enough that you just might pull them off. Some would call you a genius, others would call you insane, but in reality you're pretty well-adjusted. Take a vacation once in a while- it'll help take your mind off of your troubles.
Which Pixies song are you?

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Annars var svoldið skemmtilegt við vikuferðina okkar til Svíþjóðar að hún reyndist vera 10 dagar!! Við fengum þær upplýsingar á flugvellinum í Gautaborg þegar Tjörvi var að tala við vin sinn að við færum heim þann 7. júlí en ekki þann 4. eins og við héldum. Ég trúði ekki Tjörva fyrr enn hann sýndi mér flugmiðana, og átti ekki til orð þegar ég sá þetta. Deginum áður hafði ég staðið með miðana í hendinni að skrifa flugupplýsingarnar á töfluna heima en samt fór þetta framhjá mér. Idiot héld ég að sé orðið.

Jæja þá er ég búin í sumarfríinu. Hafði það rosalega gott og fór meira að segja til Svíþjóðar með familíuna. Fyrsti dagurinn minn í vinnunni eftir sumarfrí er líklegast bara besti dagur sumarsins, gat skeð. En það er allt í lagi ég fékk fína daga og gat leikið mér að vild við dóttur mína sem skiptir mestu máli.

Ég var mjög hrifin af Svíþjóð og get vel hugsað mér að flytja þangað bráðum. Ég er næstum því bara farin að hlakka til þegar það gerist. En það er samt alveg nokkuð í það en vonandi ekki meira en tvö ár.

Ég er að fara á ættarmót um helgina. Tjörvi átti að vera í fríi en fékk tvær aukavaktir þannig að hann mun lítið sjást á ættarmótinu. En svona er þetta bara. Átti von á þessu en þetta venst vonandi aldrei.

Við hjónakornin áttum 3ja ára brúðkaupsafmæli í gær. Alltaf gaman að gera sér dagamun. Við þurftum þó að minna fólk á afmælið okkar nema GB sem hringdi fyrst allra til að óska okkur til lukku!!