thoragella

work it baby , work it, own it....

fimmtudagur, október 31, 2002

Hmmmmm

Já einmitt, Hera segirðu.
Finnst ykkur þetta passa við mig?
Organised and somewhat controling....
Take the Greek Goddess Test @ Rasberry Rain
Ofboðslega sniðug

Fann svona líka sniðugt veðurdæmi!!! Núna getið þið fengið að vita hvernig veðrið er í Reykjavík á heimasíðunni minni!!! Flott ekki satt?!!

GB kallar mig sunnudagsbloggara. það er ekki satt.... Ég næ ekki einu sinni að blogga einu sinni í viku. Ég er ekkert móðguð, veit alveg uppá mig sökina. Svo er ég líka alger sauður í að setja myndir af Unu á netið.... Fer nú að gera það bráðum þar sem ég var að koma heim með myndir úr framköllun.

En verð að monta mig aðeins af honum Tjörva mínum. Hann kom heim með afar fallega fiðrildateygju handa mér, sítrónu diet kók (IH það er gott hér heima) og síðast en ekki síst... varalit sem er meira að segja bleikur með glimmeri!!!!!! Svo Maybelline sem er alltaf verið að auglýsa. Vel gift eða hvað?!!!!!

Jæja ég held að ég verði bara að fara taka til, húsið er í rúst. Núna er líka komin pressa á mig að vera góð húsmóðir þar sem Tjörvi er svona góður... Þá vitið þið það, ef þið viljið sleppa undan húsverkunum þá er málið að koma heim með lítinn pakka handa frúnni.
Take the M&M's Test @ Rasberry Rain

miðvikudagur, október 23, 2002

mánudagur, október 21, 2002

Fávitar

Vorum að fá póst frá Sírni:
"Og hvaða mongólíta test voruð þið að taka þar sem Tjörvi er Heimspekingur og
þá mynd af Mósé eftir Michaelangelo, Héldu þeir að þetta væri Plato eða
Aristoteles? Eða kanski Nitche eða Baudrillard?"

Híhíhíhí vitleysingar. Ekki það að ég hafi vitað þetta, ekki mjög fróð í listum, en er farin að læra ýmislegt um grafík....wonder why.

Kvefið er á undanhaldi og Una er aftur eins og hún á að sér að vera, óstöðvandi. Gaman að því heldur manni við efnið, þ.e hana!

Mér finnst samt glatað að ég skuli vera hirðfífl en Tjörvi heimspekingur. Ég ætti bara að hætta að taka svona próf því ég móðgast svo oft. Hef sko tekið heilan helling af svona prófum en set þau ekki alltaf inn því þau koma oft svo hrikalega út. Á þetta að segja mér e-ð?!!

IH var að senda okkur snúllumyndir af nýfæddri frænku sinni. Hún er algjört æði!! Innilegustu hamingjuóskir til foreldrana og fjölskyldu þeirra.

Ég er samt sko bara farin að hafa áhyggjur hvað það eru margar stúlknafæðingar.... Una mín verður nú að fá að velja úr góðum hópi.... Ekki það að Kjartan Sveinn og Rafn séu ekki líklegustu kandítatarnir. Mamman ætlar nú að hafa sitt að segja um þessi mál þegar þar að kemur.

sunnudagur, október 20, 2002

Pulsur auglýsing

Hvað er með SS pulsu auglýsinguna (já PULSU). Tvær pulsur að leika sér, strákur og stelpa, strákapulsan skotinn í stelpupulsunni, dettur á hjólabrettinu og stelpan kemur þá með pulsu handa honum svo að hann jafni sig!!! Halló þau eru þá að borða sjálf sig!!! Hverjum datt eiginlega þessi vitleysa í hug?!!

laugardagur, október 19, 2002

Kvefviðbjóður

Einmitt öll fjólskyldan lasin með hita. Ömurlegt, hrikalegt, hroðalegt. Engin sefur því Una mín er alls ekki sátt, hor lekur um alla íbúð og ruslið hlaðast upp. Til að bæta á ástandið á ég að skila verkefni á þriðjudaginn sem ég er auðvitað ekki byrjuð á og mun líklegast ekki gera fyrr en kvöldið áður en ég á að skila að venju.

Talaði við Sírni áðan en hann er sko í Gautaborg, gaman að heyra í honum. Allt gott að frétta þaðan, Benjamín Logi átti afmæli 10.10 og er því orðinn 2 ára. Tíminn fljótur að líða eða hvað?!!

Jæja ætli ég fari ekki bara að lúlla núna. Get ekki beðið eftir að losna við þetta kvef.

Hey já fréttir að megruninni minni... 3,5 kg farinn and I for one don´t miss em.

miðvikudagur, október 16, 2002

Gestabók
Ég er komin með gestabók!!
Endilega skrifa.

þriðjudagur, október 15, 2002

who in the...



Who are you?


What Was Your PastLife?

hmm glatað!!

laugardagur, október 05, 2002

Gömul?

Föstudagskvöld og ég er komin upp í rúm kl.22.00, laugardagskvöld og ég er á leiðinni í rúmið kl. 22.30. Er þetta merki um elli eða hvað?!! Mín kenning er sú að þegar maður eignast fyrsta krílið venst það að vakna snemma á morgnana. Svo koma fleiri kríli og í 20 ár er nauðsyn að vakna snemma. En þegar krílin verða að unglingum og fara sofa út í eitt er vaninn orðin svo mikill að sú nautn að sofa út er ekki lengur möguleg. Unglingarnir eiga svo ekki til orð yfir vitleysuna í foreldrunum að vakna alltaf eldsnemma um helgar.

Reyndar er mér farið að finnst voðalega gott að vakna og fara út á morgnana. Við förum í ungbarnasund kl.9 á laugardögum og mér finnst það æði. Er að hugsa um að gera það bara að reglu að fara með Unu í sund á laugardagsmorgnum. Ég er fersk allan daginn eftir væna veru í sundlauginni.

Úff klukkan orðin svona margt.... best að koma sér í bólið...

föstudagur, október 04, 2002

Gaman

Mér finnst mjög gaman þegar ég er að kíkja á blogg síðurnar hjá vinkonum mínum þegar það er komið e-ð nýtt inn. Samt er ég mjög lélegur bloggari. Ætti nú að taka þær til fyrirmyndar og blogga meira.

Ég ætla að taka GB til fyrirmyndar og hæla 3 manneskjum.
Tjörvi mér finnst þú rosalega skemmtilegur.
GB það er alltaf gott að tala við þig og mér líður vel í kringum þig.
Una Rán þú ert yndislegust í heimi.
IH mér finnst þú mjög skemmtilegur bloggari og góð manneskja.
Ace fyrirmyndarmóðir og dugleg stelpa.
Obba mér finnst þú mjög skemmtileg og ég held að það sé ekki til orðheppnari manneskja.
Ásta Sóllilja mér finnst þú mjög góður leikfimisfélagi, þú drífur vini þína áfram.
Anna Kristrún mér finnst þú vera yndisleg manneskja og með allt þitt á hreinu.

Hmmm aðeins fleiri en 3- ákvað að taka saumó bara fyrir í dag. Ég er ekki búin að gleyma ykkur hinum, þið fáið hrós annan dag.
De danske vægtkonsulenter

Já ég er komin í megrun. Datt niður á þetta fína program og ætla að slá í gegn. Þetta heitir nefnilega Spis dig slank segir það ekki allt sem segja þarf... Hef aldrei verið jafn södd. Ef þið eruð forvitin er þetta auðvitað á netinu og mjög skemmtilegar fyrir og eftir myndir. www.vaegtkonsulenterne.dk

Var búin að gera rosa langa færslu um daginn en hún hvarf, fór í fílu og nennti ekki að skrifa aftur. En núna er mér runnin reiðin og allt í góðu.

Erum að fara í ungbarnasund á morgun. Ég hlakka alltaf svo til. Una er nefnilega svo mikil sunddrottning. Hún alltaf látin sýna því hún er svo mikil hetja.... grobb eða... nei sannleikur frá algjörlega hlutlausum aðila!!!