thoragella

work it baby , work it, own it....

miðvikudagur, september 25, 2002

BLOGG

Já er farin að fá ádeilur um að ég sé latur bloggari. Aumingjabloggari öðru nafni. En ég hef lítin tíma og nenni svo sem ekki að vera skrifa þegar ég hef ekkert að segja hmmmm hehehhe.

Una er farin að sofna alltaf kl.20 sem er snilld. Mikill munur að fa kvöldin fyrir sig eða þannig vorum að þrífa núna og gera verkefni í gær.

Ég er að fara í partý á föstudaginn og er að farast úr spennu. Ætla að frá mér nokkra bjóra og kíkja á djammið. Nema við erum að fara í ungbarnasund kl.9 á laugardagsmorgninum, góða mamman- þunn í lauginni híhíhí.

Góðu fréttirnar eru þær að ég er aftur orðin áskrifandi af Cosmopolitan. Snilldarblað sem er fullt af skemmtilegum greinum um allt sem konum þykir áhugavert og aðeins meira. Gaman líka þegar það koma svona pakkar með, alls kyns prufur og bæklingar.

Una er farin að segja mamma sem er algjört æði!!! Hún er svo mikil snúlla að tala svo er hún í göngugrindinni skoppandi út um allt. Reyndar er hún svo lítill skæruliði en það er bara gaman. Núna bíður Tjörvi bara spenntur eftir að hún fari að segja pabbi.

Jæja best að skella sér í sturtu og fara svo að sofa. Adios.

fimmtudagur, september 12, 2002

Hmm veit ekki alveg með þetta...


Who's your daddy?? Find out @ blackhole

þriðjudagur, september 10, 2002

NÝR BLOGGARI

Var að uppgötva að Auður er farin að blogga og bara nokkuð síðan. Hún greinilega gleymdi bara að láta mig vita...

Hún og Óskar eru búsett í Svíþjóð þar sem þau eru bæði í mastersnámi. Ofboðslega dugleg bæði tvö. Býð hana velkomna í hópinn og hlakka til að lesa bloggið hennar.

mánudagur, september 09, 2002

BEVERLY HILLS 90210

Það er búið að vera svo mikil umræða um gamla sjónvarpsþætti nýlega að ég ákvað að kíkja aðeins á videosafnið mitt og draga fram í dagsljósið Beverly Hills safnið mitt. Þetta voru uppáhalds þættirnir mínir og ég horfði á þá aftur og aftur.

Núna er ég að horfa á þá og OH MY GOD!! Þeir eru hrikalegir. Hvað er málið?!!

Aðalgellan er Kelly Taylor sem er rík og sæt, Donna Martin sem er heimsk en rík, Steve Sanders sem er vandræðagemsinn, David Silver sem var lúði en byrjaði með Donnu og er núna rísandi poppstjarna, Andrea Zuckerman er klára stelpan en fátæk og ljót, Dylan McKay sæti vondi gæinn sem er ógeðslega kúl alkahólisti 17 ára og allt! Síðast en ekki síst tvíburarnir Brandon og Brenda Walsh, Brandon sem er sætur, klár og vinsæll og Brenda sem er sæt, klár og kærasta Dylans!!

Nema hvað svo koma flækjurnar þangað til að allir hafa verið með öllum. Núna var Dylan einmitt að hætta með Brendu til að geta verið með Kelly bestu vinkonu hennar.

Svo eru það foreldrarnir sem er örugglega ekki nema svona 10 árum eldri en hin svokölluðu börn þeirra. En svona er Hollywood býst ég við, segir mér engin að Dawson sé 17 ára.

Ef ég myndi setja 15 ára stelpu fyrir framan sjónvarpið núna ætli að henni þætti þættirnir jafn skemmtilegir og mér fundust þeir vera? Hvort ætli að tímarnir hafi breyst svona mikið (á fáeinum árum þar sem ég er rétt að skríða yfir tvítugt) eða ég hafi þroskast og geri meiri kröfur til sjónvarpsefnis híhíhíhí. Væri alveg til í að það væri hið síðnefnda en ég efa það.

Og Fötin!!!!! Hrikaleg. Hahahahaha. Hvað er málið?! Svo eru auðvitað allir hvítir, sem endurspeglar algjörlega Bandaríkin. Reyndar kom einn svartur strákur inn í þættina, Jordan Bonner, sem átti að verða kærastinn hennar Andreu (ljóta, klára stelpan) en það var ekki alveg að ganga upp.

Úff næst þegar ég fæ nostalgíu og langar til að horfa aftur á gamla sjónvarpsþætti ætla ég að láta það ógert. Þeir eru mun betri í minningunni.
SKÓLINN BYRJAÐUR Á FULLU

Þá er skólinn bara byrjaður aftur og allt komið á fullt. Ég mætti í fyrsta tíman og fór heim með verkefni sem þarf að gera fyrir þann næsta. Sem er reyndar á morgun og ég ekki búin með verkefnið, ætla greinilega aldrei að læra. Svo núna þegar ég settist niður með tölvuna og tilbúin til að hefjast handa varð ég aðeins að kíkja á netið, ath hvort það væri e-ð sem ég væri að missa af. Kíkja á póstinn og þar var Obba búin að senda póst sem ég ákvað nú að svara þar sem það er svo leiðinlegt þegar engin skrifar. Svo fór ég sem leiðin lá inn á mbl.is, barnaland.is og kíkti svo að lokum inn á öll bloggin og ákvað svo að ég yrði að fara skrifa e-ð þar sem allt of langt væri liðið síðan síðast.

Annars átti ég að vera í leikfimi núna en ég vaknaði raddlaus og með stíflað nef og ákvað því að láta það bíða aðeins, fer bara seinnipartinn í staðinn. Sniðugir svona mömmutímar, fór síðasta miðvikudag í fyrsta skipti og líkaði vel. Gott að geta tekið krílin með og þeim finnst voðalega gaman þegar maður er að lyfta þeim til og frá. Algjörlega clueless að maður er í raun bar að nota þau sem lóð hehehe. Svo var líka svoldið sniðugt að fylgjast með því að þegar eitt barn fór að gráta byrjuðu nokkur önnur í kjölfarið. Una var t.d ekki sátt við lætin í hinum krílunum, öskraði bara á móti þegar e-r lét heyra í sér. Kjartan Sveinn var hins vegar eins og ljós og skríkti af ánægju.

Hafði mikið fyrir því áðan að sjóða og stappa bæði perur og gulrætur handa Unu Rán. Aðeins að hvíla grautinn og gefa henni e-ð nýtt og spennandi. Henni fannst tilraunir mínar ekki góðar, reyndar svo vondar að hún barasta kúgaðist... Best að láta Tjörva bara um þetta... Una sem sagt búin að hafna mér algerlega í eldhúsinu (sem er kannski bara ágætt).

Við hjónakornin erum búin að vera mjög dugleg upp á síðkastið. Við tókum okkur til og þrifum allt hátt og lágt. Tókum alla eldhúsinnréttinguna í gegn og þvílíkur MUNUR. Í kjölfarið þurftum við auðvitað að fara í IKEA (snilldarbúð) og kaupa hitt og þetta til að vera ennþá skipulagðari í frágangi. Endaði með að við fórum út með nýja náttborðslampa, fatagrind, boðstofuljós, leikfangakassa, ruslafötu inn á bað, sturtuhengi, o.fl o.fl. Mér finnst þetta mjög gaman breyta og bæta. Svo erum við líka að fara taka skápinn niður sem er í svefnherberginu og færa hann svo að rimlarúmið hennar Unu komist almennilega fyrir. Svo stendur til að smíða nýjan skáp í forstofuna sem á að vera svona walk in closet með fínum speglahurðum!

Hmmm kannski að ég ætti að fara læra núna... ohhh.

sunnudagur, september 01, 2002

Snilldarbloggari komin í hópinn!!

Obba farin að blogga og ég hlakka mikið til að lesa það sem hún hefur að segja. Snilldarpenni stúlkan sú arna.

Hriklegt veður úti, besta veðrið til að vera heima undir sæng og lesa. Finnst það langbest í svona ofsaveðri... sofna samt alltaf.