thoragella

work it baby , work it, own it....

þriðjudagur, desember 31, 2002

Gamlársdagur

Síðasti dagur ársins lítur dagsins ljós. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár hjá okkur og ánægjulegt í alla staði. Ég held jafnvel að þetta ár hafi verið það ánægjulegasta sem ég hef lifað barasta!! Geri aðrir betur.

Er í vinnunni núna, vinn til hádegis. Ætla að vera sveitt yfir vaxtabótunum í dag leggja sig alla í starfið ekki satt.

Fórum nokkur í pottinn í gær, þvílík snilld. Keyptum líka baðbombur, drukkum bjór og horfðum á einstaka flugelda fljúga hjá. Una mín er hrifin af flugeldum, en bara í svona 15 sek. þá fer hún að ath hvort það sé ekki e-ð fleira sniðugt sem hægt er að skoða.

Auður vinkona lét mig hafa disk fullan af myndum af Unu Rán semég ætlaði að setja inn á heimasíðuna hennar, eeeenn gat það ekki. Geri það bara þegar ég kem heim í dag, kl.12 haahahha. Gaman að vera búin svona snemma.

Við ætlum að vera heima í kvöld. Erum jafnvel að hugsa um að láta renna í pottinn og upplifa fæðingu nýs árs í vatni, er ekki alltaf verið að mæla með vatnsfæðingum?!!

Jæja þá er víst ekkert eftir nema að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla!!!

mánudagur, desember 23, 2002

Er þetta ekki djók
Ég er búin að sitja hér í vinnunni að lesa hvað er að gerast í Bold and the beautiful. Fór inn á CBS.com því mig langaði svo til að sjá hver vann Survivior, ekki það að ég sé einu sinni að fylgjast með þáttunum, bara forvitin. Fór svo í framhaldi að kíkja á Bold, er ekki að fylgjast með því heldur. Er ekki með stöð 2 fyrir það fyrsta. En ruglið í þessum þáttum. Mér finnst afskaplega merkilegt að geta samið þessið þætti. Líka hvað maður er fljótur að detta inn í þá. Hef alltaf lúmskt gaman að drama dóti.

Jólin eru að koma. Keyptum jólatré í gær á spottprís vegna offramboðs. Nema hvað með því fylgdi maríuhæna. Hún er rauð og jólaleg allavegana. Vona að það sé ekki mikið meira af pöddum á trénu mínu. Una er alveg dolfallinn yfir því, býð ekki í það þegar skrautið er komið á. Hvað ætli það eigi eftir að detta oft niður þessi jólin?

Una meiddi sig í gær þegar hún missti dótið sitt framan í sig. Sem er kanski ekki frásögu færandi nema þegar hún var að öskra af öllumlífs og sálarkröftum sást glitt í 2 litlar tennur sem eru að ryðja sér rúms í gómnum hennar. Kannski að þær séu að mæta í jólasteikina. Ekki seinna vænna...

föstudagur, desember 20, 2002

Jólaskyr með eplum er ofboðslega gott.

Ég ætla að fara heim í hádeginu og fá mér eitt slíkt.

Tjörvi er í kringlunni að kaupa skot í haglabyssuna sína, veit það á gott?!!
ííííí
Ég efast nú að Tjörvi sé ánægður með þetta......

fimmtudagur, desember 19, 2002

Núna er ég með ýkta gellu sem veðurstelpu, þetta á sko að vera ég!
Ég er komin á nýtt skrifborð, hér á ég víst að vera næstu árin....íííííí
Ég get ekki verið á msn í vinnunni- er það gott eða slæmt ?!!
Mér finnst veðurstelpan mín ógeðslega ljót!
Þar hafið þið það.
Stundum verð ég pirruð!
Það er ekki gaman.
Sofa sofa
Svaf yfir mig í morgun. Skil ekki hvernig það gat gerst. Bæði með vekjaraklukku og Unu Rán. Vaknaði tíu mín. Í átta en náði samt að mæta á réttum tíma. Svaf reyndar vel í nótt. Var samt erfitt að svæfa Unu í gær en svo svaf hún bara ágætlega þannig að ég er vel sofin í dag. Enda er dagurinn í dag strax betri en í gær. Ánægðari í vinnunni í dag og svona. Skrítið hvað svefn skiptir miklu máli, eða skiptir mig miklu máli.

Ég er svo mikið að vanda mig að vera góði ríkisstarfsmaðurinn. Ekki þessi leiðinlega stofnanatýpa hjá skattinum sem vill ekkert fyrir neinn gera. Hefur gengið ágætlega hingað til. Er búin að vera afgreiða umsóknir um fyrirframgreiddar vaxtabætur og það hefur gengið ágætlega. Þeim sem var synjað vegna skorts á gögnum eru núna að hringja og ath hvað vantaði og ég er svo góð og hjálpa þeim eins vel og ég get. Gaman.

Jæja best þá að snúa sér aftur að vaxtabótunum…..

miðvikudagur, desember 18, 2002

Er að vinna.
Vildi að ég væri heima að leika.
Verður þetta e-ð betra?
Vona það.
Vinnan svo sem allt í lagi, held að ég fari bara aftur í skólann og læri meira.
Má það ekki alveg.
Verst að það borgar ekki reikningana.
Fínt, ég nefnilega fíla PJ Harvey. Reyndar fer skakki munnurinn hennar nett í taugarnar á mér en það verður að liggja milli hluta.

þriðjudagur, desember 17, 2002

Halló heimur

Jæja kannski að ég byrji þá aftur að blogga. Búin að vera í langri pásu en nú skal gerð bót á.

Ég var að byrja í nýrri vinnu og líkar bara vel. Var reyndar alveg á báðum í gær en í dag lítur allt mun betur út!! Held barasta að mér muni líka nokkuð vel.

Tjörvi minn var að útskrifast úr Lögregluskólanum á föstudaginn, stóð sig svo rosalega vel að ég er enn að springa úr stolti. Hann var semi-dux og flutti auk þess ræðu við útskriftina og gekk það allt saman mjög vel.

Við vorum með veislu bæði á föstudeginum, fyrir ættingja og svo á laugardeginum fyrir vini okkar. Ég djammaði báða dagana, ég sem varla hef gert nokkuð í næstum bara 2 ár!! Best að byrja svo í nýrri vinnu á mánudegi eftir 2ja daga fyllerí ehheheh.

Una Rán er núna bara heima hjá pabba sínum þar sem hann er í fæðingarorlofi út febrúar. En í mars fer hann að vinna í löggunni í Hafnó en Una fer þá til dagmömmu, ég kvíði reyndar rosalega fyrir því. En það á örugglega eftir að lagast þegar ég finn e-a voða fína.

Jæja ekki er gott að vera slóra í nýju vinnunni hhhahahaha.

Back to work then….