thoragella

work it baby , work it, own it....

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Við erum að fara upp í sumó á eftir til Hörpu vinkonu og fjölskyldu hennar. Hlakka mikið til. Fengum jeppan lánaðan hjá tengdó þar sem það er í raun bara jeppafært að bústaðnum hehe. Við erum boðin í grill og herlegheit, ekki amalegt það. Hlakka mikið til að sleppa Unu Rán lausri í náttúruni engir bílar til að hafa áhyggjur af.

Reyndar er búin að vera svo mikil slysahrina að maður þorir varla að hreyfa sig út úr bænum. Hrikalegt að heyra um öll þessi slys. Svo heyrir maður í útvarpinu að hestamaður hafi dottið af baki og hafi hlotið háls- og mænuskaða. Svo er farið í næstu frétt. En ég sit eftir og hugsa um mænuskaða. Líf mannsins hefur umturnast, það er ekki hægt að ímynda sér hversu mikið í raun það hefur breyst. Maðurinn sem var með honum þurfti líka að fara langa leið til þess að komast í síma til að senda þyrluna af stað. Hjartað hans hlýtur að hafa unnið á við hundrað á leiðinni. Adrenalínið skilað sínu. Úff segi ég nú bara og óska manninum og fjölskyldu hans góðs gengis í framtíðinni og sendi þeim fallegar hugsanir!

Ég er að fara í brúðkaupsveislu á föstudaginn og hlakka mikið til. En eins og alltaf þarf maður að fara finna föt til þess að fara í. Mig vantar skó og e-ð að ofan. En á ekki pening til þess að kaupa neitt. Æ nenni samt ekki að hafa áhyggjur af þessu, reddast bara.

Laugardagsmorgun er svo ætlunin að fara norður á Hólmavík og á Strandir. Þar ætlar fjölskyldan hans Tjörva að koma saman á ættarsetrinu og fara á Hljóma-ball. Við ætlum ekki á Hljóma-ball. Hins vegar er galdrahátíð sem gaman væri að skoða svolítið.