thoragella

work it baby , work it, own it....

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jólin koma, jólin koma.

Já þá eru jólin bara á næsta leiti og jólafríið mitt líka. Fer í fríið eftir nákvæmlega 2 klukkutíma. Ætla að taka mér frí bæði á Þorláksmessu og þriðja í jólum, aðeins að lengja helgina.

Ég er að vinna í því að gera Unu spennta fyrir jólunum, þá aðallega pökkunum. Lauma því að hjá henni að við pabbi hennar séum búin að kaupa gasalega fínan pakka handa henni ehhehe. En hún snýr oftast umræðunni e-ð annað og lætur þetta sig litlu varða. Þetta er einmitt málið með mig, ég á mjög erfitt að geyma pakka langar alltaf að gefa þá bara strax. Ekkert gaman að liggja á þeim þegar þeir eru hvort eð er komnir í hús. Oft er ég æstari að gefa Tjörva t.d. afmælisgjöfina en hann að fá hana, vill bara fá hana á afmælisdeginum, erfiður bransi.

Ég fæ gæsir að borða á jólunum, vön að fá hamborgarahrygg. Þessi jól verða hvort eð er öðruvísi en þau hafa verið hingað til þannig að það er alveg eins gott að umturna þeim alveg. Eftir svona eitt til tvö ár hugsa ég að jólin verði bara haldin hjá okkur, förum ekki neitt og getum þá bara mótað okkar hefðir.

Annars finnst mér kyrrðin oft það besta við jólin. Þá er ég að tala um kyrrðina á aðfangadagskvöld þegar flestir eru að gera sig klára fyrir matinn og snemma á jóldag. Reyndar er Una að bjarga mínum jólum gerir þau margfalt skemmtilegri.

Gleðileg jól!