thoragella

work it baby , work it, own it....

þriðjudagur, maí 13, 2008

Nýjar gallabuxur
Þvílík gleði að finna góðar gallabuxur og hvað þá á útsölu. Ég er bara himinlifandi get ég sagt ykkur. Þær eru nógu síðar, líta ekki út fyrir að vera notaðar og detta ekki niður um mig þegar ég labba. Alsæl.
Gerði fleiri góð kaup í dag. Fór í heildverslun og keypti hitt og þetta á stelpurnar, nærföt, sokka, sundbol svo læddist líka svona skemmtilegt stelpudót í körfuna s.s hárspennur og sólgleraugu. Skemmtilegast af öllu var þó að koma heim með þetta og heyra Urði segja: "Þetta er æðislegt" og svo pósaði hún svo skemmtilega með sólgleraugum.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jólin koma, jólin koma.

Já þá eru jólin bara á næsta leiti og jólafríið mitt líka. Fer í fríið eftir nákvæmlega 2 klukkutíma. Ætla að taka mér frí bæði á Þorláksmessu og þriðja í jólum, aðeins að lengja helgina.

Ég er að vinna í því að gera Unu spennta fyrir jólunum, þá aðallega pökkunum. Lauma því að hjá henni að við pabbi hennar séum búin að kaupa gasalega fínan pakka handa henni ehhehe. En hún snýr oftast umræðunni e-ð annað og lætur þetta sig litlu varða. Þetta er einmitt málið með mig, ég á mjög erfitt að geyma pakka langar alltaf að gefa þá bara strax. Ekkert gaman að liggja á þeim þegar þeir eru hvort eð er komnir í hús. Oft er ég æstari að gefa Tjörva t.d. afmælisgjöfina en hann að fá hana, vill bara fá hana á afmælisdeginum, erfiður bransi.

Ég fæ gæsir að borða á jólunum, vön að fá hamborgarahrygg. Þessi jól verða hvort eð er öðruvísi en þau hafa verið hingað til þannig að það er alveg eins gott að umturna þeim alveg. Eftir svona eitt til tvö ár hugsa ég að jólin verði bara haldin hjá okkur, förum ekki neitt og getum þá bara mótað okkar hefðir.

Annars finnst mér kyrrðin oft það besta við jólin. Þá er ég að tala um kyrrðina á aðfangadagskvöld þegar flestir eru að gera sig klára fyrir matinn og snemma á jóldag. Reyndar er Una að bjarga mínum jólum gerir þau margfalt skemmtilegri.

Gleðileg jól!

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Er að fara í þriðja brúðkaup sumarsins á laugardag. Það er frændi minn sem er að fara ganga í það heilaga en hann hef ég ekki séð í 3 ár og brúðina aldrei. Finnst hálf fyndið að mæta bara ehhe. Eins gott að brúðurinn sker sig alltaf svolítið úr annars væri ég í vondum málum.

Ég er að fyllast af kvefi sem mér finnst afar bagalegt. Var ekki fyrr búin að hreykja mér af því að vera sú eina í húsinu sem ekki hefur smitast að það skall á mér líka. Rauk því út í kaffinu og keypti mér bæði sólhatt og fjölvítamín sem á að koma mér í lag á no time!

Ég er í megrun.... Veit, ég er alltaf í megrun. Er núna búin að vera mjög dugleg í 2 vikur en mér finnst ekkert vera að gerast. Sama dag og ég ákveð að fara í megrun finnst mér að 5 kg ættu að fara, bara fyrir ákvörðunina. En það dugir víst ekkert minna en þolinmæði og þrautsegja í svona verkefni, verst bara að mér var engin þolinmæði gefin.


föstudagur, ágúst 13, 2004

Hætti á hádegi í dag, mjög sátt. Sólarfrí á Skattstofu Reykjanesumdæmis, undur og stórmerki gerast enn. Helmingurinn fór í gær hinn í dag. Mjög sanngjarnt.

Ég er svo að fara í afmæli í kvöld til Karítasar, Karítas mín eins og Una segir. Hlakka mikið til, það verður örugglega ótrúlegt gúmmulaði í boði :-)


fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Mér finnst veðráttan yndisleg!! Léttklædd allan daginn, fer með Unu mína í stuttermabol á leikskólann og sund í hádeginu. Mér finnst ekki of heitt og ég væri alveg til að hafa þetta alltaf svona. Hafa svona góð sumur, hita og sól.

Ég er að fara í afmæli á föstudaginn, hlakka mikið til enda verður örugg stuð þar á bæ. Verst finnst mér samt að Tjörvi komist ekki með- fékk 3 auka-næturvaktir. Ætti nú samt að vera vön því að Tjörvi komist ekki með neitt. Hlakka til þegar hann fer í 50% starf, þá verður fjölskyldulífið ögn eðlilegra.

Jæja ætla að hlaupa og fá mér te (green te & raspberry) mæli með því. Reyndar fæ ég mér alltaf kaffibolla líka hahahah.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Komin úr sumarfríi, er búið að vera mjög ljúft. Mikið að gera í vinnunni núna þannig að það verður lítið um blogg í þessari viku. Ferðasögur og hugrenningar verða bíða betri tíma. Varla fer maður að blogga heima hjá sér, blogga ekki nema á fullum launum ehheeh. Segi bara svona. Þóra- starfsmaður mánaðarins.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Gæti verið að maður sé með of stórt nef þegar maður er að maskara sig og rekur burstan í nefið þegar skipt er um auga??
Shopaholic
Já ég verð víst að viðurkenna það. Ég er alveg kaupsjúk og á mjög erfitt um þessar mundir því það eru svo margar góðar útsölur í gangi. Ég er að reyna halda mig frá þessum helstu búðum sem mér eru svo kærar. Það hefur gengið svona la la en bíð eftir að ég sleppi mér alveg, á örugglega eftir að koma að því. Mig langar í Next, IKEA, Polarn & Piret, Vero, Zöru, Oasis og og oog ogogogo.

Nema það versta er að ég er búin að kenna 2ja ára gamalli dóttur minni þessa hegðun. Okkur mæðgunum finnst mjög gaman í Kringlunni og Smáralind, ganga um skoða fötin. Hún meira að segja tekur fötin til sín og mátar við sig. Segir svo við mig Mamma mín, kaupa svona, kaupa nýtt!! Verst að Tjörva mínum finnst þetta ekki alveg jafn sniðugt og mér hehe.

Fékk reyndar nokkrar peningagjafir á afmælinu, en málið er bara það að ég var búin að réttlæta svo mörg kaup fyrir afmælið af því að ég vissi að ég fengi e-n pening þannig að ég er barasta búin að eyða þeim. Sem er mjög grátlegt í dag þegar mig langar ekkert frekar en að fara í góða búð og kaupa kaupa kaupa.

Svo koma líka alltaf hugsanir eins og: ég er nú að fara halda upp á afmælið mitt á föstudaginn... ætti nú að geta verið fín í því... fékk líka þarna peninginn í afmælisgjöf... það eru útsölur, hægt að gera stórkostleg kaup... svo bara kaupi ég mér EKKERT í langan tíma....

Ég fór á æfingarsýningu af Hárinu í gær með GB. Mér fannst mjög gaman og mæli eindregið með henni. En fremur mæli ég með því að fólk fari tiltörulega fáklætt á sýninguna (stuttermabol?) þar sem það verður mjög heitt inni í salnum.

Unan mín er farin norður, hæstánægð að fara í afabíl á leið í ferðalag. Samt alveg glatað að þau skuli vera þar sem ekkert gsm samband er svo móðursjúka móðirin geti ekki hringt í tíma og ótíma.

Ég ætla að halda stelpupartý á föstudag. Allar stelpur velkomnar jafnvel þótt ég hafi ekki boðið ykkur persónulega. Þarf að útvega mér smáskífuna með Svölu Björgvins og Scope -was that all it was- þar sem svona 16 ára bragur á að vera á boðinu. Ég ætti því kannski frekar að bjóða upp á gin og grape í stað hvítvíns til að halda mig við þemað?? En ég ætla ekki að reyna komast í fötin sem ég var í þá. Þarf víst að sætta mig við það að 16 ára kroppurinn minn is gone for good.