miðvikudagur, júní 25, 2003
Búin að lesa mikið af bloggum þar sem fólk er að lýsa yfir óánægju sinni með að mótmælendur skyldu hafa verið fjarlægðir af Austurvelli á 17. júní. Ég er ekki alveg búin að móta mér skoðun á þessu en mér hefði fundist leiðinlegt að vera á hátíðarsamkomunni með e-n mótmælagutta mér við hlið að mótmæla e-r sem ég væri kannski sammála. Mér finndist það óþægilegt þar sem ég væri komin á samkomu með allt annað í huga en að mótmæla. Líka það að þeir létu ekki vita af þessu, á maður ekki alltaf að láta vita af mótmælum? Svo földu þau skiltin inná sér? Mér finnast þetta líka vera vafaatriði. Reyndar fannst mér lögreglan ganga svoldið langt og það hefði örugglega mátt leysa málið á farsælli hátt. Þeir vissu ekki við hverju var að búast af mótmælendunum þar sem þeir hefðu hegðað sér dularfullt fram að því, laumupúkast e-ð. En mótmælendurnir náðu sínu fram, þetta vakti eftirtekt með mikilli hjálp frá lögreglunni.
þriðjudagur, júní 24, 2003
Það var rosalega gaman á laugardaginn. Fyrst í boðinu heima og svo í partýinu. Skemmti mér alveg þrusu vel. Fór meira að segja niðrí bæ og allt! Reyndar hefði ég viljað vera áfram á Þjóðleikhúskjallaranum en stelpurnar vildu e-ð fara að rápa þannig að ég fylgdi með. Hefði samt betur verið bara áfram, því kvöldið fór niður á við eftir það.
Unan mín sló met í nótt þegar hún svaf alla nóttina án þess að rumska. Vaknaði ekki fyrr en kl. 7.30 í morgun en hún hefur aldrei gert þetta áður. Reyndar vaknaði ég nokkrum sinnum til að tékka á henni var bara orðin stressuð en hún bara svaf og svaf. Vonandi bara að hún geri þetta héðan af, en ég býst nú samt ekki við því.
Auður var að redda fyrir okkur bílaleigubíl í Sverige. Er nánast með hana í fullu starfi þessa dagana. Er bjargarlaus án hennar ehheehe. Verður gaman að hitta hana á laugardaginn en hún verður með okkur fram á mánudag. Ætlum í Liseberg á sunnudeginum, úff fæ bara í magan við tilhugsunina. Ekki mikið fyrir rússibana og önnur tívolítæki, ég og Una Rán verðum bara í barnatækjunum meðan hin fara í e-ð stórkostlegra.
Annars er Una lasin þannig að það er unnið að því að fá hana góða fyrir föstudag. Hún hefur ekkert farið til dagmömmunar eða neitt. Reyndar er Tjörvi líka e-ð slappur og ég að fá hálsbólgu. En það verður allt batnað á föstudaginn líka heheehe.
Unan mín sló met í nótt þegar hún svaf alla nóttina án þess að rumska. Vaknaði ekki fyrr en kl. 7.30 í morgun en hún hefur aldrei gert þetta áður. Reyndar vaknaði ég nokkrum sinnum til að tékka á henni var bara orðin stressuð en hún bara svaf og svaf. Vonandi bara að hún geri þetta héðan af, en ég býst nú samt ekki við því.
Auður var að redda fyrir okkur bílaleigubíl í Sverige. Er nánast með hana í fullu starfi þessa dagana. Er bjargarlaus án hennar ehheehe. Verður gaman að hitta hana á laugardaginn en hún verður með okkur fram á mánudag. Ætlum í Liseberg á sunnudeginum, úff fæ bara í magan við tilhugsunina. Ekki mikið fyrir rússibana og önnur tívolítæki, ég og Una Rán verðum bara í barnatækjunum meðan hin fara í e-ð stórkostlegra.
Annars er Una lasin þannig að það er unnið að því að fá hana góða fyrir föstudag. Hún hefur ekkert farið til dagmömmunar eða neitt. Reyndar er Tjörvi líka e-ð slappur og ég að fá hálsbólgu. En það verður allt batnað á föstudaginn líka heheehe.
föstudagur, júní 20, 2003
Verð viðstödd útskriftina. Úff en það verður bara gaman og hátíðlegt. Tjörvi gat losnað við aukavaktina og verður því viðstaddur líka. Gaman að því.
Svo var verið að skylda alla hér að vinna á morgun þar sem það þarf að klára svo mikið en ég var undanskilin heheh. Allt brjálað hér þannig að ég ætti kannski ekki að vera blogga hmmmm.
Svo var verið að skylda alla hér að vinna á morgun þar sem það þarf að klára svo mikið en ég var undanskilin heheh. Allt brjálað hér þannig að ég ætti kannski ekki að vera blogga hmmmm.
fimmtudagur, júní 19, 2003
Ég steinsofnaði í matnum mínum, alveg óvart.
En vaknaði sem betur fer við bílinn hjá tengdó, mig var sko farið að dreyma og allt.
Er því hálfvöknuð ennþá. Vildi samt að ég hefði bara getað sofið áfram.
Annars er að berjast við að taka ákvörðun um hvort ég ætli að vera viðstödd útskriftina eða ekki. Þessa stundina hallast ég fremur að ekki.
En vaknaði sem betur fer við bílinn hjá tengdó, mig var sko farið að dreyma og allt.
Er því hálfvöknuð ennþá. Vildi samt að ég hefði bara getað sofið áfram.
Annars er að berjast við að taka ákvörðun um hvort ég ætli að vera viðstödd útskriftina eða ekki. Þessa stundina hallast ég fremur að ekki.
miðvikudagur, júní 18, 2003
Ég er sko hæst ánægð með nýja útlitið. En hefði ALDREI getað gert þetta sjálf! Hjartansþakkir Auður mín!
Var að koma út mat, kjúlli var það heillin. Mjög gott.
Það bara rignir og rignir á litla víkingaþorpið hérna fyrir utan gluggan minn. Grey litlu víkingarnir heheheh.
Var að koma út mat, kjúlli var það heillin. Mjög gott.
Það bara rignir og rignir á litla víkingaþorpið hérna fyrir utan gluggan minn. Grey litlu víkingarnir heheheh.
Við fórum á Víkingahátíð í gær, voða gaman. Til alls konar dót til sölu og Tjörva dauðlangaði í húfu úr refaskinni, sem var reyndar mjög flott, en kostaði 6.000 kr. Reyndar fannst mér asnalegt að það var ekki hægt að nota miðann sem maður keypti á 400 kr. út daginn. Við fórum um fjögurleitið og langaði að fara aftur um kvöldið en þá hefðum við þurft að borga okkur aftur inn sama daginn. En svona er þetta bara.
Kjartan Sveinn á afmæli í dag og Snorri töffari átti afmæli í gær varð hvorki meira né minna en 3 ára. Til lukku báðir tveir.
Nú styttist í útskriftina og ég er bara farin að hlakka til. Mamma mín var rosalega góð við mig í gær og gaf mér pening fyrir nýjum skóm :-) og ég suðaði ekki einu sinni!!! Pabbi minn verður ekki heima þegar ég útskrifast frekar en endranær en svona er það bara, sjómannslíf sjómannslíf. Var frekar fúl fyrst en hann verður í staðinn heima á 25 ára afmælinu mínu, það er þó e-ð. Svona er að vera vinsæll kokkur þá er alltaf aukatúrar hér og þar hehheheh.
Una er að fá framtennurnar (loksins) nema þær eru ekkert að flýta sér. Við erum búin að sjá glitta í þær lengi en aldrei ætla þær að drulla sér niður. Gómurinn er bólgin og það blæðir af og til en tennurnar koma ekki enn. Reyndar virðast þær vera á stærð við frímerki svo það er kannski ekki furða. Una verður stelpan með kanínutennurnar úff litla grey.
Jæja þá, vinna vinna.
Kjartan Sveinn á afmæli í dag og Snorri töffari átti afmæli í gær varð hvorki meira né minna en 3 ára. Til lukku báðir tveir.
Nú styttist í útskriftina og ég er bara farin að hlakka til. Mamma mín var rosalega góð við mig í gær og gaf mér pening fyrir nýjum skóm :-) og ég suðaði ekki einu sinni!!! Pabbi minn verður ekki heima þegar ég útskrifast frekar en endranær en svona er það bara, sjómannslíf sjómannslíf. Var frekar fúl fyrst en hann verður í staðinn heima á 25 ára afmælinu mínu, það er þó e-ð. Svona er að vera vinsæll kokkur þá er alltaf aukatúrar hér og þar hehheheh.
Una er að fá framtennurnar (loksins) nema þær eru ekkert að flýta sér. Við erum búin að sjá glitta í þær lengi en aldrei ætla þær að drulla sér niður. Gómurinn er bólgin og það blæðir af og til en tennurnar koma ekki enn. Reyndar virðast þær vera á stærð við frímerki svo það er kannski ekki furða. Una verður stelpan með kanínutennurnar úff litla grey.
Jæja þá, vinna vinna.
mánudagur, júní 16, 2003
TIL HAMINGJU HARPA OG BENNI!!
Harpa og Benni eignuðust lítinn strák 14. júní kl. 02.09. Hann var 16 merkur og 54 cm. Ég er auðvitað búin að troða mér í heimsókn og hann er ÆÐI. Rosalega sætur lítill strákur sem er mjög heppinn með foreldra. Harpa hetja átti hann heima og fékk enga deyfingu eða neitt. Enda er hún manneskjan sem tekur öllu með jafnaðargeði og stóískri ró. Oooo gaman.
Harpa og Benni eignuðust lítinn strák 14. júní kl. 02.09. Hann var 16 merkur og 54 cm. Ég er auðvitað búin að troða mér í heimsókn og hann er ÆÐI. Rosalega sætur lítill strákur sem er mjög heppinn með foreldra. Harpa hetja átti hann heima og fékk enga deyfingu eða neitt. Enda er hún manneskjan sem tekur öllu með jafnaðargeði og stóískri ró. Oooo gaman.
Jæja kannski að maður taki á sig rögg og fari að blogga e-ð. Allt gott að frétta svosem. Ég er að útskrifast næstu helgi og svo förum við litla fjölskyldan til Svíþjóðar. Hlakka mikið til að komast í frí. Verður gaman að geta bara slappað af og leikið við Unu, Tjörva og Óðinn.
Náði miklum áfanga í gær þegar ég passaði í gallabuxurnar hans Tjörva!! Ég fagnaði mikið enda búið að vera markmið lengi! Reyndar ætla ég að leyfa mér að fá mér í glas næstu helgi, skála fyrir útskriftinni og svona. Svo ætlar Tjörvi líka að bjóða mér upp á pizzu og ís. En svo verð ég í aðhaldi áfram. Gaman að því.
Una er áfram jafn æðisleg og áður, vill núna bara vera að leika úti og er óð í heita pottinn. Við getum í raun ekki verið með hana úti í garði að leika því hún heimtar alltaf að fara í pottinn. En það er mjög gaman að leika með hana í vatninu. Buslugangurinn mikill en það er bara skemmtilegra.
Horfði á the practice í gær. Hvað er eiginlega málið með efri vörin á Helen Gamble/Lara Flynn-Boyle? Hrikalegt, fyrir utan það hvað þættirnir eru orðnir súrir e-ð. Leiðinlegt þegar góðir þættir fara í súginn.
Tjörvi er búinn að skrá sig í sálfræði, líst vel á það. Nema svo kom auglýsing frá Sérsveitinni um inntökupróf og það kítlar hann alveg líka hehee. Hugsa samt að hann geymi það aðeins. Veit nú samt ekki með hann, litla G.I. Joe.
Náði miklum áfanga í gær þegar ég passaði í gallabuxurnar hans Tjörva!! Ég fagnaði mikið enda búið að vera markmið lengi! Reyndar ætla ég að leyfa mér að fá mér í glas næstu helgi, skála fyrir útskriftinni og svona. Svo ætlar Tjörvi líka að bjóða mér upp á pizzu og ís. En svo verð ég í aðhaldi áfram. Gaman að því.
Una er áfram jafn æðisleg og áður, vill núna bara vera að leika úti og er óð í heita pottinn. Við getum í raun ekki verið með hana úti í garði að leika því hún heimtar alltaf að fara í pottinn. En það er mjög gaman að leika með hana í vatninu. Buslugangurinn mikill en það er bara skemmtilegra.
Horfði á the practice í gær. Hvað er eiginlega málið með efri vörin á Helen Gamble/Lara Flynn-Boyle? Hrikalegt, fyrir utan það hvað þættirnir eru orðnir súrir e-ð. Leiðinlegt þegar góðir þættir fara í súginn.
Tjörvi er búinn að skrá sig í sálfræði, líst vel á það. Nema svo kom auglýsing frá Sérsveitinni um inntökupróf og það kítlar hann alveg líka hehee. Hugsa samt að hann geymi það aðeins. Veit nú samt ekki með hann, litla G.I. Joe.
þriðjudagur, júní 03, 2003
Dró spádómsspil en á meðan hugsaði ég um hvort ég fyndi nýja vinnu og viti menn...
IV - Keisarinn
Þroski, áræðni, dugnaður, sjálfstæði og ekki síður reynsla þín kemur hér fram. Stöðuhækkun sem tengist starfi eða nýtt starf kann að vera framundan hjá þér.
Þú stendur frammi fyrir tækifæri sem sjaldan birtist og ættir að kanna möguleika framtíðarinnar gaumgæfilega. Ásetningur þinn og ekki síður skipulag og hagkvæmni mun leiða þig næstu misseri að settu marki. Nýttu þér lögmálið um velgengni og sjáðu hvernig innri máttur þinn og orka umhverfisins hjálpar þér.
Velferð náungans kemur þér lengra en þig grunar.
IV - Keisarinn
Þroski, áræðni, dugnaður, sjálfstæði og ekki síður reynsla þín kemur hér fram. Stöðuhækkun sem tengist starfi eða nýtt starf kann að vera framundan hjá þér.
Þú stendur frammi fyrir tækifæri sem sjaldan birtist og ættir að kanna möguleika framtíðarinnar gaumgæfilega. Ásetningur þinn og ekki síður skipulag og hagkvæmni mun leiða þig næstu misseri að settu marki. Nýttu þér lögmálið um velgengni og sjáðu hvernig innri máttur þinn og orka umhverfisins hjálpar þér.
Velferð náungans kemur þér lengra en þig grunar.