Það var mjög gaman í sumarbústaðnum, þar til á sunnudagsmorgunin. Þá tóku sig upp gömul meiðsli sem fólu í sér uppköst og viðbjóð. Skil ekkert í þessu, neita alla vegana þeim sökum að ég hafi verið of full. En neita því ekki að ég hefði mátt fara aðeins seinna að sofa. Skil ekkert í mér stundum, finnst lúrinn bara svo rosalega ljúfur að ég bara stenst hann ekki. It´s lika a drug.
Una tók vel á móti mér þegar ég kom heim, en bara í smá stund því afarnir voru nálægir og þá er ekki hægt að eyða óþarfa púðri í mömmu sína. Annars var hún að fá fullt af nýjum fötum og var eins og bleikur sykurpúði í morgun, ýkt sæt.
Tjörvi minn er í veiðiferð með vinnunni. Er örugglega að skemmta sér rosalega vel. Hefur gott af því að losna aðeins við okkur Unu Rán. Heyrði í honum í gær en þá var hann ekkert búinn að veiða, kannski að það gangi e-ð betur í dag.
Horfði á 70 mín í smástund í gær og hélt að ég myndi rifna úr hlátri yfir Hjartastoppi á fleygiferð. Þvílík vitleysa. Gaman að þeim.