Gæti verið að maður sé með of stórt nef þegar maður er að maskara sig og rekur burstan í nefið þegar skipt er um auga??
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Shopaholic
Já ég verð víst að viðurkenna það. Ég er alveg kaupsjúk og á mjög erfitt um þessar mundir því það eru svo margar góðar útsölur í gangi. Ég er að reyna halda mig frá þessum helstu búðum sem mér eru svo kærar. Það hefur gengið svona la la en bíð eftir að ég sleppi mér alveg, á örugglega eftir að koma að því. Mig langar í Next, IKEA, Polarn & Piret, Vero, Zöru, Oasis og og oog ogogogo.
Nema það versta er að ég er búin að kenna 2ja ára gamalli dóttur minni þessa hegðun. Okkur mæðgunum finnst mjög gaman í Kringlunni og Smáralind, ganga um skoða fötin. Hún meira að segja tekur fötin til sín og mátar við sig. Segir svo við mig Mamma mín, kaupa svona, kaupa nýtt!! Verst að Tjörva mínum finnst þetta ekki alveg jafn sniðugt og mér hehe.
Fékk reyndar nokkrar peningagjafir á afmælinu, en málið er bara það að ég var búin að réttlæta svo mörg kaup fyrir afmælið af því að ég vissi að ég fengi e-n pening þannig að ég er barasta búin að eyða þeim. Sem er mjög grátlegt í dag þegar mig langar ekkert frekar en að fara í góða búð og kaupa kaupa kaupa.
Svo koma líka alltaf hugsanir eins og: ég er nú að fara halda upp á afmælið mitt á föstudaginn... ætti nú að geta verið fín í því... fékk líka þarna peninginn í afmælisgjöf... það eru útsölur, hægt að gera stórkostleg kaup... svo bara kaupi ég mér EKKERT í langan tíma....
Já ég verð víst að viðurkenna það. Ég er alveg kaupsjúk og á mjög erfitt um þessar mundir því það eru svo margar góðar útsölur í gangi. Ég er að reyna halda mig frá þessum helstu búðum sem mér eru svo kærar. Það hefur gengið svona la la en bíð eftir að ég sleppi mér alveg, á örugglega eftir að koma að því. Mig langar í Next, IKEA, Polarn & Piret, Vero, Zöru, Oasis og og oog ogogogo.
Nema það versta er að ég er búin að kenna 2ja ára gamalli dóttur minni þessa hegðun. Okkur mæðgunum finnst mjög gaman í Kringlunni og Smáralind, ganga um skoða fötin. Hún meira að segja tekur fötin til sín og mátar við sig. Segir svo við mig Mamma mín, kaupa svona, kaupa nýtt!! Verst að Tjörva mínum finnst þetta ekki alveg jafn sniðugt og mér hehe.
Fékk reyndar nokkrar peningagjafir á afmælinu, en málið er bara það að ég var búin að réttlæta svo mörg kaup fyrir afmælið af því að ég vissi að ég fengi e-n pening þannig að ég er barasta búin að eyða þeim. Sem er mjög grátlegt í dag þegar mig langar ekkert frekar en að fara í góða búð og kaupa kaupa kaupa.
Svo koma líka alltaf hugsanir eins og: ég er nú að fara halda upp á afmælið mitt á föstudaginn... ætti nú að geta verið fín í því... fékk líka þarna peninginn í afmælisgjöf... það eru útsölur, hægt að gera stórkostleg kaup... svo bara kaupi ég mér EKKERT í langan tíma....
Ég fór á æfingarsýningu af Hárinu í gær með GB. Mér fannst mjög gaman og mæli eindregið með henni. En fremur mæli ég með því að fólk fari tiltörulega fáklætt á sýninguna (stuttermabol?) þar sem það verður mjög heitt inni í salnum.
Unan mín er farin norður, hæstánægð að fara í afabíl á leið í ferðalag. Samt alveg glatað að þau skuli vera þar sem ekkert gsm samband er svo móðursjúka móðirin geti ekki hringt í tíma og ótíma.
Ég ætla að halda stelpupartý á föstudag. Allar stelpur velkomnar jafnvel þótt ég hafi ekki boðið ykkur persónulega. Þarf að útvega mér smáskífuna með Svölu Björgvins og Scope -was that all it was- þar sem svona 16 ára bragur á að vera á boðinu. Ég ætti því kannski frekar að bjóða upp á gin og grape í stað hvítvíns til að halda mig við þemað?? En ég ætla ekki að reyna komast í fötin sem ég var í þá. Þarf víst að sætta mig við það að 16 ára kroppurinn minn is gone for good.
Unan mín er farin norður, hæstánægð að fara í afabíl á leið í ferðalag. Samt alveg glatað að þau skuli vera þar sem ekkert gsm samband er svo móðursjúka móðirin geti ekki hringt í tíma og ótíma.
Ég ætla að halda stelpupartý á föstudag. Allar stelpur velkomnar jafnvel þótt ég hafi ekki boðið ykkur persónulega. Þarf að útvega mér smáskífuna með Svölu Björgvins og Scope -was that all it was- þar sem svona 16 ára bragur á að vera á boðinu. Ég ætti því kannski frekar að bjóða upp á gin og grape í stað hvítvíns til að halda mig við þemað?? En ég ætla ekki að reyna komast í fötin sem ég var í þá. Þarf víst að sætta mig við það að 16 ára kroppurinn minn is gone for good.
þriðjudagur, júlí 06, 2004
ÉG Á AFMÆLI Í DAG!!
Mikil hamingja, eða má maður ekki segja það þótt ég sé nú orðin 26 ára. Það er nú ekki svo hrikalegt. Búin að fá eina afmælisgjöf :-) fékk voðalega fína flíspeysu frá 66°norður frá Tjörva og börnum. Hæstánægð. En auðvitað eru það gjafirnar sem skipta mestu máli á degi sem þessum. Af hverju ætti maður annars að gleðjast? Jeiii ég er árinu eldri!! Annars segi ég nú bara svona. Veit alveg að maður gleðst yfir fleiru á afmælinu sínu en gjöfunum, en það er bara svo væmið e-ð og ennþá verra þegar maður hefur skrifað það niður. Þannig að ég sleppi því.
Una mín er að fara norður í dag með ömmu sinni og afa og verður fram á laugardag. Hún á eftir að skemmta sér konunglega laus og frjáls í náttúrunni með sápukúlur. Veit samt ekki hvort ég eigi eftir að skemmta mér jafn vel. Ætla samt bara að reyna njóta þess að vera barnslaus og þurfa bara að hugsa um minn rass. Svoldið erfitt samt. ehhe.
Mikil hamingja, eða má maður ekki segja það þótt ég sé nú orðin 26 ára. Það er nú ekki svo hrikalegt. Búin að fá eina afmælisgjöf :-) fékk voðalega fína flíspeysu frá 66°norður frá Tjörva og börnum. Hæstánægð. En auðvitað eru það gjafirnar sem skipta mestu máli á degi sem þessum. Af hverju ætti maður annars að gleðjast? Jeiii ég er árinu eldri!! Annars segi ég nú bara svona. Veit alveg að maður gleðst yfir fleiru á afmælinu sínu en gjöfunum, en það er bara svo væmið e-ð og ennþá verra þegar maður hefur skrifað það niður. Þannig að ég sleppi því.
Una mín er að fara norður í dag með ömmu sinni og afa og verður fram á laugardag. Hún á eftir að skemmta sér konunglega laus og frjáls í náttúrunni með sápukúlur. Veit samt ekki hvort ég eigi eftir að skemmta mér jafn vel. Ætla samt bara að reyna njóta þess að vera barnslaus og þurfa bara að hugsa um minn rass. Svoldið erfitt samt. ehhe.
mánudagur, júlí 05, 2004
Það eru 4 dagar þar til að ég fer í sumarfrí. Langþráð sumarfrí. Reyndar verðum við mest í bænum bara en ætlum samt í svona litlar útileigur,eina og eina nótt bara. Langar svolítið að fara á Snæfellsnesið og Skaftafell líka. Upprunalega planið var að fara í langa ferð norður með GB og fjölsk. og vera í Hljóðaklettum á brúðkaupsafmælinu en það bíður í svona ár. Verðum þar bara á 5 ára brúðkaupsafmælinu i staðinn. Já þið lásuð rétt við erum búin að vera gift í 4 ár. Yndilegt alveg.