TaugaáfallÉg er að fara hitta Gylfa leiðbeinandann minn á eftir. Ég kvíði ofboðslega fyrir, hvað er hann segir að ritgerðin sé hrikaleg og ég þurfi að byja uppá nýtt?!! Shit shit, ég fæ taugaáfall áður en ég kemst til að hitta hann. Ágætt samt að ég skuli eiga tíma kl. 14 því
GB á að hitta hann kl. 15. Þá getur hún veitt mér fyrstu hjálp ef það líður yfir mig á ganginum vegna spennufalls hehe.
Mér finnst samt leiðinlegast að ef allt gengur vel og ég get skilað henni á laugardaginn þá er ég samt ekki búin þar sem ég þarf að skila einni ritgerð í viðbót. En það er nú samt bara trítla miðað við þessa. Best að horfa á björtu hliðarnar og segja frekar að ég sé heppin að fá nú að gera eina ritgerð í viðbót.
Unan mín er farin að labba út um allt. Núna finnst mér líka alveg rosalega gaman að fara með henni út að leika. Sérstaklega af því að henni finnst það svo æðislegt, gaman líka að fylgjast með henni uppgötva heiminn á hverjum degi. Reyndar er hún með tilheyrandi kúlur og marbletti en hún er nú samt fljót að jafna sig eftir bylturnar.
Við hjónakornin vorum afar dugleg í gær og tókum allt í gegn heima, líka bílinn. Núna langar mig samt bara til að vera heima og njóta afrakstursins. Gaman að vakna í morgun og allt hreint, ætli að það verði enn þá þegar ég fer að sofa í kvöld?
Ég var að setja niður titilinn á ritgerðinni minni í gær. Hún á að heita: ,,Samþætting einkalífs og vinnu - hagnaður einstaklinga og fyrirtækja". Útskrift svo 21. júní ef guð lofar.