Kvefviðbjóður
Einmitt öll fjólskyldan lasin með hita. Ömurlegt, hrikalegt, hroðalegt. Engin sefur því Una mín er alls ekki sátt, hor lekur um alla íbúð og ruslið hlaðast upp. Til að bæta á ástandið á ég að skila verkefni á þriðjudaginn sem ég er auðvitað ekki byrjuð á og mun líklegast ekki gera fyrr en kvöldið áður en ég á að skila að venju.
Talaði við Sírni áðan en hann er sko í Gautaborg, gaman að heyra í honum. Allt gott að frétta þaðan, Benjamín Logi átti afmæli 10.10 og er því orðinn 2 ára. Tíminn fljótur að líða eða hvað?!!
Jæja ætli ég fari ekki bara að lúlla núna. Get ekki beðið eftir að losna við þetta kvef.
Hey já fréttir að megruninni minni... 3,5 kg farinn and I for one don´t miss em.