Síðasti dagur ársins lítur dagsins ljós. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár hjá okkur og ánægjulegt í alla staði. Ég held jafnvel að þetta ár hafi verið það ánægjulegasta sem ég hef lifað barasta!! Geri aðrir betur.
Er í vinnunni núna, vinn til hádegis. Ætla að vera sveitt yfir vaxtabótunum í dag leggja sig alla í starfið ekki satt.
Fórum nokkur í pottinn í gær, þvílík snilld. Keyptum líka baðbombur, drukkum bjór og horfðum á einstaka flugelda fljúga hjá. Una mín er hrifin af flugeldum, en bara í svona 15 sek. þá fer hún að ath hvort það sé ekki e-ð fleira sniðugt sem hægt er að skoða.
Auður vinkona lét mig hafa disk fullan af myndum af Unu Rán semég ætlaði að setja inn á heimasíðuna hennar, eeeenn gat það ekki. Geri það bara þegar ég kem heim í dag, kl.12 haahahha. Gaman að vera búin svona snemma.
Við ætlum að vera heima í kvöld. Erum jafnvel að hugsa um að láta renna í pottinn og upplifa fæðingu nýs árs í vatni, er ekki alltaf verið að mæla með vatnsfæðingum?!!
Jæja þá er víst ekkert eftir nema að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla!!!