thoragella

work it baby , work it, own it....

föstudagur, júní 21, 2002

Guðrún Birna og Gummi eignuðust son þann 18. júní kl.04.52- Innilegar hamingjuóskir frá mér, Tjörva og Unu Rán. Hann var 16.5 merkur og 52 cm og alveg ótrúlega sætur og mannalegur. Þau taka sig líka voðalega vel út með litla drenginn sinn, sem ég kalla Una Guðmundsson þar til annað kemur í ljós.

Ég var bara alveg að deyja úr spennu eftir að GB hringdi í mig á leiðinni uppá fæðingardeild, erfitt að sitja bara og bíða eftir fréttum. Hún var samt mjög dugleg í upplýsingaskyldunni, hringdi í mig þegar hún var í pottinum á milli hríða meira að segja. Það er nú meira en ég gat skal ég segja ykkur, enda gekk fæðingin svo rosalega hratt fyrir sig hjá mér. Var sko bara 2 tíma eftir að ég kom uppá fæðingardeild.

Una er núna sofandi hérna við hliðina á mér. Dafnar alveg rosalega vel. Gaman að geta séð svona greinilegan mun þegar ég ber Unu saman við Elísabetu Unu og Una, ótrúlegt hvað þau stækka hratt. Það líður víst ekki á löngu þar til að hún er komin í göngugrind og farin að tæta það sem hún nær í .

Minnir mig á það að við þurfum víst að fara endurskipuleggja heimilið svoldið. Ekki hægt að hafa fínu glerskálarnar og kertastjakana lengur á borðum þar sem litlar hendur ná til. Tala nú ekki um eiturefnaskápinn (hreinlætisvörurnar), mikilvægara að hún komist ekki í það en skálarnar.

Tjörvi er í fríi um helgina, gaman gaman. Við erum boðin í 2 útskriftarveislur og líka í heimsókn til bróður míns sem er að veiða í Heiðarvatni rétt hjá Vík í Mýrdal. Ég hef oft velt því fyrir mér við hvað fólkið sem býr í Vík vinnur við á veturnar. Skil að það sé ferðaþjónusta á sumrin en hvað í óskupunum gera þau hina 9 mánuðina. Það var einhvern tímann sokkaverksmiðja en ég held að hún sé ekki þarna lengur, þannig að ég stend alveg á gati. Það er banki, pósthús og verslun og e-ð svoleiðis en e-ð þarf að vera þarna til að halda byggðinni uppi.

Best að fara að horfa og dáðst að Unu þar til að ég sofna. Góða nótt.

mánudagur, júní 17, 2002

Úff- Guðrún Birna bara komin upp á fæðingardeild og allt að koma. Er algjörlega að deyja úr spennu. Rosalega er erfitt að sitja bara og bíða eftir fréttum. Vona bara að allt gangi vel. Get bara ekki skrifað ég er svo spennt. Breathe in breath out.

laugardagur, júní 15, 2002

Jæja allt að gerast.... Hef bara ekki haft neinn tíma til að blogga. Búin að vera uppí sumarbústað og í grillveislum og fundum rosalega skemmtilegt allt saman. Skrítið hvað dagarnir hafa enga þýðingu fyrir mig núna. Mér er alveg sama hvort það er mánudagur eða laugardagur, hef það alltaf jafn gott.

Núna er GB alveg að fara eiga ég hlakka rosa til að fá nýtt kríli í hópinn. Erfiðar samt þessar síðustu vikur, skrítið að sitja og bíða eftir að finna til og þegar maður finnur e-n smá verk þorir maður ekki að hreyfa sig þannig að maður situr bara kyrr og vonar að verkurinn verði verri.

Það góða við fæðinguna samt að strax að hún er búin þá fara allir leiðinlegu kvillarnir sem fylgja manni undir það síðasta s.s brjóstsviði, erfiðleikar með gang og þess háttar.

Prinsessan vöknuð, ætla að leika svoldið við hana. Respect!

laugardagur, júní 08, 2002

Fórum að versla föt á Unu í gær, vá hvað það er skemmtilegt!! Alltaf verið gaman að fara og kaupa sængurgjafir og tapa sér í ungbarnadeildinni, en þegar maður veit að maður er sjálfur að fara klæða krílið í þau verður allt vitlaust. Óðinn fékk voða fína gæjaskyrtu og hjólabretti, hann er víst vaxinn upp úr ungbarnadeildinni fyrir löngu.

Óðinn og Daníel frændi hans eru báðir 8 ára og bestu vinir. En ólíkari stráka finnur þú ekki. Óðinn Páll er ekki hræddur við neitt og er rosa góður í öllu sem í þarf e-a líkamlega hreysti. Daníel Atli hins vegar er svolítil skræfa en mjög klár og útsjónarsamur og segir oft mjög sniðuga hluti.

Maður áttar sig ekki alveg á því hvað þeir eru orðnir stórir í raun og veru. Í gær voru þeir að spjalla á leiðinni upp stigann heima og áttuðu sig engan veginn á því að allir heyrðu í þeim. Daníel var að segja Óðni frá e-i stelpu sem var að biðja annan strák um að koma að kela!! Svo þegar þeir voru komnir upp stigann sáu þeir að allir höfðu heyrt og blároðnuðu. Svo var Óðinn að segja Daníel frá stelpu sem hann var að reyna við en hún var sko í 5. bekk. Svo ekki sé minnst á að Óðinn var rosa skotinn í Britney Spears um daginn.

Una sefur núna úti í vagni, í nýju bleiku smekkbuxunum sínum :-) Hún er líka að verða stór, farin að ná taki á dótinu á leikteppinu sínu og hrista það aðeins til. Ég trúi varla hvað hún stækkar hratt, liggur við að maður sjái hana stækka. Við þurfum líklegast að kaupa nýtt skiptiborð þar sem hún er að vaxa út af hinu gamla. Mátaði fína skiptiborðið hennar GB í gær og það passaði mjög vel. Leiðin liggur líklegast í IKEA að eyða meiri peningum hehehhe.

miðvikudagur, júní 05, 2002

Mikið rosalega er gott að komast aðeins út úr bænum. Við fórum nokkur saman upp í bústað í Grímsnesi í gær, grilluðum og lágum í sólbaði. Ég er bara alveg endurnærð eftir svona sveitaferð. Núna eru djammferðirnar upp í sumó bara búnar og fjölskylduferðirnar teknar við. Held samt að fjölskylduferðirnar séu bara skemmtilegri skal ég segja ykkur. Auðvitað alltaf gaman að djamma í góðra vina hópi en að skemmta sér með krílunum sínum er bara meira gefandi.
Núna er GB alveg að fara eiga. Ég hlakka rosa mikið til. Heldum reyndar í gær að hún væri að fæða barnið útí móa en svo reyndist ekki vera. Hún er sett minnir mig 23. júní en ég held að krílið komi 25. júní. Spennandi svo bara að sjá.
Tjörvi þarf að vinna alla helgina, hmmm ekki nógu gott en svona er þetta víst bara. Ég, Una og Óðinn Páll (stjúpsonur minn) verðum þá bara að hafa ofan af fyrir okkur sjálf. Erfiðar svona næturvaktir af því að svo er svo mikið vesen að snúa sólarhringnum aftur við. Fer alltaf bara einn dagur alveg í myglu.
Jæja held að bókin mín sé að kalla á mig, best að nota tímann fyrst að Una sefur. Over and Out.

mánudagur, júní 03, 2002

Vinir okkar Ágúst og Obba voru að skíra litlu stelpuna sína Elísabetu Unu, alveg mjög fallegt nafn og sýnir bara aftur hvað við erum samheldur vinahópur :-)
Áfram KR hvað?!!!! ÁFRAM SKAGAMENN!!!
Rosalega fallegt veður í dag og við Tjörvi að fara útrétta. Alltaf gaman að útrétta og eyða peningum, það finnst mér allavegana. Mér finnst bara svo gaman að kaupa e-ð, meira að segja bara í matinn í Bónus. Kannski ekki alveg það besta þegar maður á ekkert mikið af peningum, nemi og allt það.

sunnudagur, júní 02, 2002

Áfram KR er það ekki?