thoragella

work it baby , work it, own it....

föstudagur, ágúst 30, 2002

miðvikudagur, ágúst 28, 2002

JAAKKK
Var mjög ánægð með mig áðan, hljóp út í garð að tína mér jarðaber og rifsber. Fór meðan Una Rán svaf útí vagni og stóð í rigningunni með skál og tíndi og tíndi. Hugsaði með mér að ég hefði átt að fara berfætt og fíla mig sem náttúrubarn dauðans. Nema hvað, þegar ég er komin inn og búin að koma mér vel fyrir með nammið mitt og farin að hakka í mig er mér litið ofan í skálina... Viti menn er ekki fullt af litlum grænum pöddum!!!! Ógeðslegt! Fínu berin mín voru fljót að fara í ruslið. Kannski að ég haldi mig þá bara við súkkulaði og bland í poka.

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Umferðafræði
Ég er ein af þeim sem reiðist mjög auðveldlega í umferðinni. Ég á heima í Hafnarfirði og keyri reglulega til Reykjavíkur og tel mig vera góðan og öruggan ökumann. Ég er ekki hikandi, keyri örugglega og kann reglurnar vel. Ég er líka tillitsöm og hleypi öðrum ökumönnum þegar þeir þurfa á því að halda. En skilyrðið fyrir því er að þeir t.d gefi stefnuljós þegar þeir skipta um akrein og kunni að nota aðreinar.

Ég verð sjaldan eins reið og þegar ökumenn sem vilja keyra aðeins hægar (sem er í góðu lagi) eru á vinstri akrein og ekki nóg með það heldur aka þeir samsíða bílnum á hægri akreininni!!!!! Gerir mig alveg GEÐVEIKA!

Veit að núna verða e-ar ósaáttar en ég verð að svíkja aðeins kynferðið...KONUR!! For crying out loud- af hverju eru þær svona hrikalegar í umferðinni? Skil það engan veginn. Hef margoft lent í því að vera fyrir aftan bíl alla leið frá Hafnarfirði og inn í Reykjavík, sem er á vinstri akrein, en keyrir hægar en allt og er ekkert að spá í umferðinni. Svo þegar ég kemst loksins framúr sé ég að það er oftar en ekki kona sem heldur sig á vinstri akreininni því hún ætlar að taka vinstri beygju á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar!

Áðan þegar ég var að keyra heim sá ég unga konu (þær eru reyndar samkvæmt rannsóknum mínum (ath ég hef lokið námi í aðferðafræði I-III :-)) mun skárri en miðaldra frúr) sem var að keyra ljóslaus (auðvitað blikkaði ég hana þar sem ég er tillitsamur ökumaður), að tala í símann og að kveikja sér í sígarettu. Halló- crazy people.

Svo eru það vitleysingarnir úti á þjóðveginum sem eru auðvitað sér categoria fyrir sig.... Keyra eins og brjálæðingar, vita ekkert hvernig á að bregðast við í lausamöl, taka hrikalega sénsa og taka framúr á blindhæð. Stefna sem sagt öllum í hættu- 4ra manna fjölskyldunni sem keyrir grunlaus yfir blindhæð þegar fávitinn er að taka framúr.

Eina ráðið mitt gegn örvæntingu minni í umferðinni er kannski ekki merkilegt...breathe in breathe out!

mánudagur, ágúst 12, 2002

Tíminn flýgur
Mikið rosalega líður tíminn hratt. Bróðurdóttir mín sem mér finnst hafa fæðst í gær er að byrja í skóla í haust. Hún er bara orðin 6 ára, mætt með fínu krullurnar sínar og skólatöskuna. Hún hefur alltaf verið mjög góð og stillt stelpa og á örugglega eftir að vera eins og ljós í skólanum- eins og frænka hennar var :-)

Óðinn Páll er að fara í 3. bekk og mamma hans stingur upp á að gefa honum gsm síma í jólagjöf. Ég er ekki alveg á því að gefa Óðni gsm síma strax- hvað hefur hann við hann að gera? Kannski meira fyrir mömmu hans svo að hún þurfi ekki að fara út að leita að honum þegar hann á að koma inn á kvöldin. En þetta er einn af ókostunum við að vera stepmommy, fær ekki að ráða! Sem er reyndar mjög stór ókostur þegar viðkomandi er eins frek og ég er. Erfitt að fá ekki að hafa allt eftir mínu höfði. Enda sagði krílið við mig einu sinni þegar ég var að segja honum að þvo sér um hendurnar fyrir mat " Þóra.. þú ert alltaf með svo margar reglur..." hmmmm já sem er alveg satt. En eins og þetta þá finnst mér bara.. it goes without saying.. auðvitað þvær maður sér um hendurnar. En það er svo margt sem mér finnst svo sjálfsagt og eðlilegt sem honum bara finnst ekki eðlilegt. Ég myndi ekki segja að foreldrar mínir hafi verið strangir en ég átti að vera kurteis, ekki blóta, segja afsakið þegar ég ropaði og þvíumlíkt. Krakkar í dag eru líka öðruvísi en þegar ég var kríli, þó er ekki langt síðan.

Sá myndir á netinu af Unu Rán áðan frá því að hún var aðeins viku gömul- aftur- vá hvað tíminn líður hratt! Ég er bara strax búin að gleyma hvað hún var lítil og brothætt. Áður en ég veit af þá verður það hún sem er að velja sér skólatösku og pennaveski.

þriðjudagur, ágúst 06, 2002

Ooooo er að fara í sumarpróf nema ég nenni bara alls ekki að læra. Hrikalegt að vera svona löt. Samt er ég ekki löt- mjög dugleg húsmóðir með Unu Rán mína allan daginn meðan húsbóndinn er í vinnunni :-)

Við héldum innihátíð um helgina, Sævangur 2002. Við grilluðum pulsur í arninum og drukkum rauðvín og bjór. Reyndar var ég ekkert mjög hrifin af aðferðunum við að grilla pulsurnar, tók langan tíma og svona og það er nú ekki fyrir mig. Þannig að ég tók bara mínar og skellti þeim á gasgrillið ehhehhe. Á meðan sat mágur minn hann Sírnir með sviðnar augnbrúnir og hálfgrillaða pulsu á stofugólfinu. Tjörvi fór niður í skúr og bjó til e-a voðalega sniðuga grind til að setja pinnana með pulsunum á svo að augabrúninar fengju að halda sér. En því miður var kollurinn sem grindin var sett á úr við þannig að hann var allur sviðinn þegar pulsurnar voru til. En það var samt svaka stuð á Sævangi 2002.

Tjörvi sakaði mig áðan um að þjást af svefnöfund. Sem er alveg rétt. Mér finnst ekki að hann eigi að geta sofið endalaust á meðan ég vakna á 3ja tíma fresti til að gefa Unu að drekka. Þess vegna vek ég hann oft svoldið snemma þegar hann hefur verið á næturvakt. Samt fær hann alveg að sofa í svona 6-7 tíma- það fæ ég aldrei. Fer alveg að koma að því að ég hætti að gefa Unu Rán á næturnar, kannski eftir svona mánuð. Þá færi ég mig yfir í hitt herbergið og læt Tjörva sjá um málin. Verð að viðurkenna að ég hlakka svoldið til að fá heilan nætursvefn aftur.

Hmm orðið gott- bæjó

laugardagur, ágúst 03, 2002

Það er bara orðið svoldið langt síðan að ég hef látið heyra í mér. Una bara orðin 4ra mánaða og farin að gera snúið sér á bakið af maganum. Það voru mikil fagnaðarlæti þegar hún gat það fyrst og stolt móðir hringdi samviskusamlega í alla og lét vita af stórkostlegu afreki dótturinnar.

Tjörvi minn er í fríi núna um verslunarmannahelgina, en við ætlum bara að vera í bænum. Búin að fá nóg af ferðalögum í bili. Ætlum bara að kíkja á Þingvelli á morgun ef veður leyfir. Verður hópferð með vagnana og börnin, alltaf gaman að því.

Svo erum við búinar að plana hátið- BRJÓST 2003. Það verður okkar þjóðhátið þar sem við flestar missum af verslunarmannahelginni að þessu sinni. Við vinkonurnar ætlum að fara upp í sumarbústað og detta í´ða þegar við erum allar hættar með börnin á brjósti. Þær sem ekki voru að eignast kríli verða auðvitað líka að fagna þar sem þær hafa víst ekki verið mikið á djamminu með okkur upp á síðkastið...hefur verið alveg jafn mikið bindindi fyrir þær eins og okkur.

Við fórum til Akureyrar um daginn. Alltaf gaman á Akureyri en alveg sérlega núna þar sem við fengum alveg konunglegar móttökur hjá foreldrum hans Gumma hennar GB. Kíktum til Húsavíkur og á Goðafoss. Ég og GB kíktum líka aðeins í búðirnar, GB fékk sér rosa fínan bol og ég keypti mér skó sem ég er svo ánægð með að ég er barasta í þeim núna.

Sammála GB með brjóstagjafirnar. Vegna alls þessa áróðurs um hvað brjóstagjöf sé það langbesta sem barnið fær hlýtur að vera alveg hrikalegt þegar það er ekki hægt. Móðirin alveg í rusli bara. Brjóstamjólk er auðvitað mjög góð fyrir barnið en þegar brjóstagjöfin gengur illa þá kemur þurrmjólkin í staðinn og hún er góð líka. Ég hefði örugglega bara ekki meikað að geta ekki gefið brjóst, mér hefði fundist ég bara vera að bregðast krílinu á allann hátt. Sem er bara ekki rétt, þurrmjólk er líka næringarrík og góð fyrir krílið.

Jæja Una ekki sátt lengur á teppinu- over and out.