Ég er að fara á árshátíð núna 15. mars og ætlar að vera í átaki þangað til, allavega svona til að byrja með. Gengur svo vel að í morgun á leiðinni í vinnuna fékk ég mér kóksopa. Í gær þegar ég mætti í bodupump tímann var fullt út úr dyrum, mjög fúl þar sem ég var búin að keyra alla leiðinna úr Hafnó, hefði þá alveg eins getað farið í
Sporthúsið þar sem tækin eru hvort eð er öll biluð í
Baðhúsinu.
Una mín er búin að sofa illa síðustu 3 daga. Þá er ég ekki bara að tala um á nóttunni heldur líka á daginn. Ég veit ekki hvað er að angra hana, maginn, tennur, hvað?!! Erfitt að gera ekki bara spurt hana. En í nótt var ég samt að fá taugaáfall, ekki búin að sofa almennilega í 3 nætur tekur sinn toll. Ég vona samt að þetta fari að ganga yfir. Annars er hún bara á hausnum þessa dagana. Hún er alltaf að sleppa sér og stendur í smá stund en dettur svo um koll, eða hún er e-ð að vesenast og hrynur niður. Æ svo er hún svo mikið kríli þegar hún meiðir sig, kemur sko alveg skaðræðis öskur en svo er allt búið eftir smá stund. Hún er samt rosalega dugleg litla stelpan mín og ég er að springa úr stolti þessa dagana!
Ég er að fara í 2 saumaklúbba í vikunni!! Ætli átakið mitt sé dauðadæmt!! Við verðum bara að sjá hversu mikla sjálfstjórn ég hef í raun og veru. Hmmmm hefur ekki gefist vel hingað til.
Já ég hélt líka að það væri
náladofi.
Mamma var svo góð að lána mér útvarp (svona lítið bara) til að hafa í vinnunni. Nema sauðurinn ég gleymi því alltaf heima. Svo sit ég og dauðlangar til að hlusta á e-ð skemmtilegt. Verð að muna eftir því í hádeginu í dag.
Ég er að spá í að fara hætta með Unu á brjósti. Hugsa að ég hafi hana út fyrsta árið sitt en þetta er orðið svo lítið núna og hugsa að við verðum báðar sáttar að fara hætta bráðum. Reyndar finnst henni æðislegt að drekka á næturnar en ég held að vatnsglas væri alveg ágætt líka. Ætla reyndar að gefa henni áfram á næturnar, meðan hún er svona óvær, fram að næstu skoðun og reyna að fita hana aðeins þar sem hún var of létt síðast. En ég held að þetta sé að verða gott bara. Líka af því að hún er að byrja hjá dagmömmu og svona.
Hmmm þetta er barasta orðin svoldið lög færsla, haldið þið nokkuð að ég nenni ekki að vinna?!!